02.feb ~ 21.maí

Að rekja brot

Gerðarsafn

Samsýning listamanna frá Íslandi, Mexikó, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi, Danmörku, Noregi, Nígeríu, og Finnlandi.

Tracing Fragments er samsýning listamanna frá Íslandi, Mexikó, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi, Danmörku, Noregi, Nígeríu, og Finnlandi; Kathy Clark, Frida Orupabo, Abdullah Qureshi, Sasha Huber, Hugo Llanes, og Inuuteq Storch. 

Á afar ólíkan máta skoða þau hvernig þjóðerni tengist sjálfsmyndinni, að hvaðan við komum sé uppspretta persónuleikans. Verkin þeirra eiga það sameiginlegt að rannsaka flókna sögu nýlendu- og kynþáttaofbeldis, gagnrýna og endurskrifa frásagnir um kúgun og eignarnám og endurheimta hugtök eins og yfirvald og fórnarlamb. Með því að vefa, sauma, mynda, og skeita saman endurheimta listamennirnir sögulegar aðferðir við handverk, ljósmyndun og heimildasöfnun. Hver og einn listamaður á sinn eigin frumlega máta rannsakar sína eigin sögu, endurskrifar og opnar á samtal um áður þaggaðar frásagnir þeirra kúguðu.

Markmið sýningarinnar er að vera uppspretta samtals og rýna í sögur um landnám, þrælahald, kynþáttafordóma, kúgun og eignarnám. Tracing Fragments varpar ljósi á frásagnir þeirra sem kúgaðir voru og gefa þeim rödd til að skrifa sína eigin sögu í gegnum ólíka listræna miðla. 

Sýningin er styrkt af Nordic Culture Fund.

LISTAFÓLK

Kathy Clark

Abdullah Qureshi

Sasha Huber

Frida Orupabo

Hugo Llanes

Inuuteq Storch

SÝNINGARSTJÓRN

Daría Sól Andrews

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira