12.apr 12:15 - 13:00

Um ritskoðun og þöggun

Gerðarsafn

með Natöshu S.

Saga Rússlands endurtekur sig, ritskoðun og kúgun er ekki nýtt fyrirbæri í stærra samhengi, en það er nýtt fyrir núverandi kynslóð. Árið 2022 var það fimmta bylgja af fólksflutningi frá Rússlandi frá byrjun 20. aldar, margir þeirra eru menntamenn og listafólk.

Natasha S mun segja frá örlögum rússneskra rithöfunda sem unnu í útlegð á 20. öldinni og sögum þeirra sem standa frammi fyrir svipuðum aðstæðum núna.

Natasha S, ljóðskáld, þýðandi, blaðamaður og ritstjóri fjallar um menningu á tímum samþjöppunar og ritskoðunar. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot ( Tracing Fragments) sem nú stendur yfir í Gerðarsafni.

Um Natöshu S.

Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein.

Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Máltaka á stríðstímum sem kom út árið 2022 og er fyrsta ljóðabók hennar.

Fyrirlestur Natöshu S. er hluti af hádegisviðburðaröð í tengslum við sýninguna Að rekja brot vorið 2023.

  • Miðvikudagur 22.febrúar: „Þau vilja norræn andlit, norrænt hár og norræna list“. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur
  • Miðvikudagur 8. mars: (Ó)sýnileiki. Tengsl við fortíð í brothættri samtíð. Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur
  • Miðvikudagur, 29. mars: Að afmiðja hvítleika í listum. Chanel Björk Sturludóttir, baráttu- og fjölmiðlakona
  • Miðvikudagur, 12. apríl. Um ritskoðun og þöggun. Natasha S, rithöfundur

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira