Jón Proppé listfræðingur gengur um nágrenni Menningarhúsanna og dregur fram áhrifin sem framandi menningarheimar höfðu á listsköpun Gerðar Helgadóttur. Gangan hefst í Gerðarsafni.
Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Ljósmynd: Dagur Gunnarsson.