15.sep 20:00

Vaka þjóðlistarhátíð – Rímnafögnuður

Salurinn

Salurinn
2.500 - 3.500 kr.

VAKA þjóðlistahátíð: Opnunartónleikar 15. september


Úrvalskvæðamenn úr Kvæðamannafélaginu Iðunni koma fram á þessum opnunartónleikum VÖKU þjóðlistahátíðar. Þau munu kveða vísur úr nýjum rímum og fornum. Meðal annars verða frumfluttir tveir nýir rímnaflokkar. Rímnalögin sem hljóma koma aðallega úr safni Kvæðamannafélagsins Iðunnar en einnig úr ýmsum áttum.

Ásta Sigríður Arnardóttir kveður vel valdar fallegar vísur úr nýlegum rímum.
Þorsteinn Björnsson kveður vísur úr fornum rímum.
Bára Grímsdóttir kveður og flytur m.a. Kópavogsbrag hinn síðari, glænýjan rímnaflokk eftir Sigurlín Hermannsdóttur, sem er sérstaklega saminn fyrir þessa tónleika.
Kristín Lárusdóttir flytur Læst í klaka af plötunni Kríu og Móðurjörð, mansöngur úr Númarímum eftir Sigurð Breiðfjörð. Hún kveður, leikur á selló og spilar raftónlist.
Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda kveða og frumflytja Gervigreind, nýjan rímnaflokk eftir Helga Zimsen.

Til gamans má geta að skáldkonan Sigurlín Hermannsdóttir og kvæðakonan, sellóleikarinn og tónskáldið Kristín Lárusdóttir búa í Kópavogi.

Kynnir kvöldsins er Pétur Blöndal.

Aðgangseyrir 3.000 kr og 2.500 kr fyrir eldriborgara, öryrkja og börn.

VAKA þjóðlistahátíð 2025 fagnar lifandi hefðum dagana 15. – 21. september með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Á VÖKU 2025 verður í boði að hlýða á marga helstu kvæðamenn Íslands, fræðast og njóta þjóðlagatónlistar frá Íslandi og Noregi, kynna sér nýútgefin íslensk dans- og sönglög frá 19. öld, kynna sér íslenskt handverk fyrri alda sem og sækja erindi og fjölbreyttar vinnustofur um íslenska ljóðlist, íslenskt handverk, þjóðdansa, hljóðfæraleik og danstónlist frá Íslandi, Noregi og Kólumbíu. Boðið verður upp á fjölbreytta samveru í formi samsöngs, dans og samspils, og í lok hátíðar verður haldið málþing um alþýðuhljóðfæraleik í Reykjavík á fyrri öldum.

Allar upplýsingar um hátíðina má finna á www.vakareykjavik.is og á samfélagsmiðlum Vökufélagsins.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

09
okt
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
15
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
23
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira