Múmínstund í Gerðarsafni í tengslum við sýninguna „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ en sýningin byggir á sagnaheimi Tove Jansson auk verka H. C. Andersen og Astrid Lindgren.
Krakkar úr Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi lesa upp söguna „Sagan um síðasta drekann í heiminum“ eftir Tove Jansson og Gerður Kristný rithöfundur segir frá Tove, lífi hennar og starfi.
Í „Sögunni um síðasta drekann í heiminum“ segir frá því þegar Múmínsnáðinn finnur dreka sem hann langar svo ósköp mikið til að eiga. Drekinn er hins vegar á öðru máli.
Lesarar er Arnar Leví Baldursson, Embla Ísól Ívarsdóttir, Halldór Gauti Tryggvason, Ísak Llorens Finnbogason, Jóhann Einar Árnason, Sigurlín Viðarsdóttir og Þóra Sif Óskarsdóttir.
Upplesturinn fer fram á jarðhæð Gerðarsafns, laugardaginn 25. september kl. 12.
Í kjölfarið mun hönnunarteymið ÞYKJÓ bjóða upp á skuggabrúðusmiðju í Fjölskyldustund á laugardegi sem standa mun yfir frá 13 – 15, einnig á jarðhæð Gerðarsafns.
Sýningin „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ er hluti af verkefninu Vatnsdropinn sem er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Múmínálfasafnsins í Finnlandi, H.C. Andersen safnsins í Danmörku og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi.
Sýningin í Gerðarsafni er afrakstur ungra sýningarstjóra í Kópavogi en þær Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómasdóttir unnu með öðrum ungum sýningarstjórum á Norðurlöndum að uppsetningunni.
Sýningin stendur yfir til 31. október nk.