25.sep 12:00

Vatnsdropinn | Sagan um síðasta drekann í heiminum

Gerðarsafn

Tove Jansson og Múmínálfarnir í aðalhlutverki

Múmínstund í Gerðarsafni í tengslum við sýninguna „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ en sýningin byggir á sagnaheimi Tove Jansson auk verka H. C. Andersen og Astrid Lindgren.
Krakkar úr Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi lesa upp söguna „Sagan um síðasta drekann í heiminum“ eftir Tove Jansson og Gerður Kristný rithöfundur segir frá Tove, lífi hennar og starfi.
Í „Sögunni um síðasta drekann í heiminum“ segir frá því þegar Múmínsnáðinn finnur dreka sem hann langar svo ósköp mikið til að eiga. Drekinn er hins vegar á öðru máli.
Lesarar er Arnar Leví Baldursson, Embla Ísól Ívarsdóttir, Halldór Gauti Tryggvason, Ísak Llorens Finnbogason, Jóhann Einar Árnason, Sigurlín Viðarsdóttir og Þóra Sif Óskarsdóttir.
Upplesturinn fer fram á jarðhæð Gerðarsafns, laugardaginn 25. september kl. 12.
Í kjölfarið mun hönnunarteymið ÞYKJÓ bjóða upp á skuggabrúðusmiðju í Fjölskyldustund á laugardegi sem standa mun yfir frá 13 – 15, einnig á jarðhæð Gerðarsafns.
Sýningin „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ er hluti af verkefninu Vatnsdropinn sem er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Múmínálfasafnsins í Finnlandi, H.C. Andersen safnsins í Danmörku og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi.
Sýningin í Gerðarsafni er afrakstur ungra sýningarstjóra í Kópavogi en þær Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómasdóttir unnu með öðrum ungum sýningarstjórum á Norðurlöndum að uppsetningunni.

Sýningin stendur yfir til 31. október nk.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira