29.feb 13:00 - 15:00

Vatnslitatilraunir | Fjölskyldustund

Gerðarsafn

Skapandi vatnslitasmiðja í samstarfi við listkennsludeild LHÍ

Vatnslitatilraunir á ljósmyndapappír
Verið velkomin í fjölskyldustund laugardaginn 29. febrúar kl. 13-15 í Gerðarsafni. Marta María Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmenn og nemendur í listkennsludeild LHÍ leiða fjölskyldustundina þar sem unnið verður á óhefðbundin hátt með liti, vatn, salt og pappír.
Í smiðjunni verða gerðar tilraunir með vatnsliti, salt og ljósmyndapappír og rannsakað hvernig hægt er að búa til ólíkar áferðir sem minna jafnvel á kristalla og ísjaka. Einnig verður unnið með viðarbúta og búið til vatnslitað þrívítt verk. Að auki býðst gestum smiðjunnar að mála á gömul póstkort og gera þau að sínum eigin verkum.
Smiðjan er hluti af viðburðadagskrá sýningarinnar Afrit, sem nú stendur í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020. 
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er öllum opin og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu!
Marta María Jónsdóttir er myndlistarmaður og kennari, en hún hefur einnig numið hreyfimyndagerð og starfað við hreyfimyndahönnun. Í verkum sínum kannar Marta mörkin á milli teikningar og málverks, flæði litarins og óvæntar niðurstöður. Hún hefur sýnt víða og tekið þátt í fjölda samsýninga. Marta starfar sem stundarkennari við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Brynhildur Kristinsdóttir er myndlistarmaður og kennari. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur Brynhildur kennt myndlist og smíðar og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmyndir og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

28
apr
Salurinn
20:00

Ástir (& Ásláttur)

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira