11.jún ~ 25.sep

Við getum talað saman

Gerðarsafn

Austursalur
Platform GÁTT er samstarfsverkefni fimm stórra þverfaglegra listahátíða og stofnana á Norðurlöndum sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019.

Listafólk úr Platform GÁTT (AX, FI, GL, IS)

Þurfum við að velta því fyrir okkur hvað Norðurlöndin þýða? Hvað Skandinavía þýðir? Þegar við sameinumst undir formerkjum slíkrar hugmyndar sjáum við að við erum bæði líkari og ólíkari en við töldum. Við deilum mörgu en ekki öðru. Við sjáum líka að hugmyndin er búin til – að við búum hana til. Hér sýnir ungt listafólk frá þessum norðurslóðum verk búin til í okkar síbreytilega veruleika.

Platform GÁTT er samstarfsverkefni fimm stórra þverfaglegra listahátíða og stofnana á Norðurlöndum sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019. Lokaviðburðurinn fer fram á Listahátíð í sumar. Í þessu þriggja ára verkefni sem fór fram í fimm löndum beindist kastljósið að listafólki undir 35 ára aldri. Listafólkið kynntist þeim stofnunum sem koma að verkefninu með það að markmiði að manngera þessar stóru listastofnanir og opna að þeim dyr. Einnig hefur listafólkið myndað tengsl sín á milli og á milli landa. 

Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og er samstarf Listahátíðar í Reykjavík, sem leiðir verkefnið, Listahátíðarinnar í Bergen, Nuuk Nordisk Kulturfestival, Norðurlandahússins í Færeyjum og Listahátíðarinnar í Helsinki.

Samstarfsaðilar: Listahátíð í Reykjavík, Bergen Festspillene, Helsinki Festival, Norðurlandahúsið í Færeyjum, Nuuk Nordisk Kulturfestival & Nordisk Kulturfond

Mynd: Constance Tenvik, Dressing Up Before Going Out (2021)

LISTAFÓLK

Constance Tenvik

Nayab Ikram

Laura Marleena Halonen (Ilmastokirkko)

Ronja Louhivuori (Ilmastokirkko)

Una Björg Magnúsdóttir

Loji Höskuldsson

Melanie Ubaldo

SÝNINGARSTJÓRN

Starkaður Sigurðarson

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
10
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

10
mar
Bókasafn Kópavogs
11
mar
Bókasafn Kópavogs
11
mar
Bókasafn Kópavogs
11
mar
Bókasafn Kópavogs
12
mar
Bókasafn Kópavogs
12
mar
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn

Sjá meira