Á Safnanótt verður barnadeild Bókasafns Kópavogs breytt í vísindasmiðju fyrir forvitin börn á öllum aldri. Komið og uppgötvið undur náttúru og alheims, gerið tilraunir með spegla, ljós og liti með snjöllu leiðsögufólki frá Vísindasmiðju Háskóla Íslands.
Smiðjan, fer fram föstudaginn 3. febrúar frá 18 – 20. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.