Í ljóðaflokknum “An die ferne Geliebte” syngur söngvarinn óð til ástarinnar sinnar, sem er víðs fjarri. Fimmta ljóð flokksins fjallar um vorið sem kemur aftur hjá öllum nema sögumanninum og ástinni hans sem ekki fá að vera saman. Ljóðaflokkurinn endurspeglar kraft ástarinnar og söngsins sem sameinar hjörtu elskendanna þrátt fyrir að fjarlægðin skilji þau að. Vorsónatan fyrir fiðlu og píanó fylgir svo í kjölfarið í efnisskránni, en vorið og náttúran í tónlistinni tengir þessi tvö verk saman. Sónata Brahms í G-dúr er oft kölluð “Regnsónatan”, en ástæða þess er sú að Brahms byggði lokakafla hennar á sönglögum sínum, “Regenlied” og “Nachklang”. Fyrra ljóðið kallar fram fortíðarþrá, löngunina til hverfa aftur til einfaldari tíma. Seinna ljóðið er huggunarljóð og regnið verður táknmynd erfiðleika en um leið nýs upphafs, því að eftir regnið mun sólin snúa aftur og grasið verður grænna en nokkru sinni fyrr.
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði