29.ágú 08:00 ~ 05.sep 18:00

Waterfall

Bókasafn Kópavogs | Menning í Kópavogi

Aðalsafn 3. hæð

Waterfall | Anna Wallenius

Í heimspekilegu samhengi má líta á vatn sem tíma sem líður. Þetta er sérstaklega áberandi í fossum þar sem vatn rennur niður klettana í stöðugri hreyfingu. Skvettandi vatnið sléttir steina og finnur sér að lokum leið niður að sjónum, þar sem það ferðast með öldunum á aðra staði. Leir segir okkur einnig sögu um tíma sem líður, en á mun hægari hátt. Hann myndast við efnaumbrot silíkatríkra bergtegunda sem tekur þúsundir ára að myndast og má finna í gömlum árfarvegum.
Þessi tvö efni, vatn og leir, standa hlið við hlið í náttúrulegri hreyfingu og umbreytingu, en hafa mjög ólíka eiginleika. Vatn lekur og heldur ekki formi, á meðan leir er stífari og hægt er að móta hann í hlut.


Kjarni verksins spyr hvort hægt sé að móta leir þannig að hann fangi fljótandi form vatns sem fellur og skvettist? Og, hvernig gæti leir, þrátt fyrir stífa eiginleika sína, sýnt stöðuga hreyfingu?
Verkið Foss samanstendur af keramikveggverkum úr steinleir og keramik litarefnum.

Anna Wallenius (f. 1981) er finnskur hönnuður og leirkerasmiður en keramikverkstæði hennar er staðsett í Hvalfirði. Hún útskrifaðist sem leirkerasmiður frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2018, og áður hafði hún lokið BA gráðu í hönnun frá Metropolia University í Helsinki árið 2012. Hún hefur einnig lokið námi í umhverfishönnun við Joshibi University í Tókýó árið 2011.


Verk Önnu hafa verið til sölu hjá Listval í Reykjavík, The Ode To galleríinu í Stokkhólmi en auk þess tók hún þátt í hópsýningunni Thaw í Lokal galleríinu í Helsinki árið 2022.


Anna blandar saman ýmsum aðferðum í verkum sínum, til dæmis gipsmótagerð, mótunarhellu og handgerð. Í kjarna verka hennar er leikgleði með liti og form.

In philosophical aspect water can be seen as time passing by. This is apparent especially in waterfalls where water is sliding down the cliffs in non-stopping movement. Splashing water is smoothing stones and making eventually it’s way down to the sea, where it travels with waves elsewhere. Clay is also telling us a story of time passing by, yet in a much slower motion. It is formed by chemical weathering of silicate-bearing rocks that take thousands of years to form in places where there used to be rivers.


These two mediums, water and clay, line beside each other on the natural movement and transformation, yet they have very different characteristics. Water leaks and will not hold a shape, clay on the other hand is stiffer and it can be shaped into an object.


The core of the work asks could clay be shaped so that it captures the fluid form of a water falling and splashing? And, how could clay, in spite of its’ stiff characteristics, depict a non-stopping movement?
The work Waterfall consists of ceramic wall pieces made from stoneware and ceramic pigments.

Anna Wallenius (b.1981) is a Finnish designer and ceramist. Her ceramic studio is located in Hvalfjörđur, Iceland. She graduated as a ceramist from Reykjavik School of Visual Arts in 2018, and prior to that she graduated as Bachelor of Design in Metropolia University Helsinki in 2012. She has also completed Environment Design studies in Joshibi University in Tokyo 2011.
Anna has her ceramic pieces available in Listval Reykjavik, The Ode To gallery Stockholm and she took part in Thaw -group exhibition in Lokal gallery Helsinki in 2022.


Anna combines several techniques in her work, for example plaster mold making, slip casting and hand-building. In the core of her work is playfulness with colours and shapes.

Dagsetningar

29.ágú

08:00 ~ 18:00

30.ágú

08:00 ~ 18:00

31.ágú

11:00 ~ 17:00

01.sep

11:00 ~ 17:00

02.sep

08:00 ~ 18:00

03.sep

08:00 ~ 18:00

04.sep

08:00 ~ 18:00

05.sep

08:00 ~ 18:00

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
sep
Salurinn
14
sep
Bókasafn Kópavogs
14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
21
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

14
sep
Bókasafn Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
23
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira