Fugl góu er fýll

Þá er framhaldið með fugl mánaðarins hér á Náttúrufræðistofunni. Miðað er við gömlu norrænu mánaðarheitin og fugl þorra var snjótittlingur en nú er góan gengin í garð. Fugl góu er fýll og kannski má kalla hann fyrsta vorboðann. Hann hverfur af varpstöðvum seinnihluta september, flækist þá víða um höf, og fer að birtast aftur upp úr miðjum janúar.
Fýll tilheyrir ættbálki pípunefja. Einkenni þeirra er að nasirnar opnast ekki beint út á nefinu heldur liggja í pípum ofan á því. Helstu ættingjar hans eru skrofur og sæsvölur.
Fýlnum er oft ruglað saman við máfa, en fýllinn er kubbslegri, tekur hraðari vængjatök og á flugi vísar nefið heldur niður á við. Til eru tvö litarafbrigði fýla, ljóst og dökkt. Sá dökki, einlitur og öskugrár, hefur norðlægari útbreiðslu en sá ljósi, og sést einkum úti á rúmsjó.
Eins og máfar og svartfuglar verða fýlar töluvert gamlir og vitað er, út frá merkingum, að þeir geta orðið meira en 50 ára. En kynþroska verður hann um 10 ára aldur. Fýllinn er um margt sérstakur meðal íslenskra fugla: Hann getur orðið meira en 50 ára en kynþroska nær hann við 10 ára aldur. Hann liggur fugla lengst á eggjum sínum eða 52 daga og verpir einu eggi. Meðan á uppeldi stendur er annað foreldrið hjá unganum meðan hitt fer í langar fæðuöflunarferðir en þær geta tekið allt að viku. Hálfmelt fæða er geymd í maganum og er hún til margs nytsamleg, seður hungur ungans og atar óvelkomna gesti illþefjandi lýsisefju.
Ásamt sílamáfi og hettumáfi er fýllinn sá sjófugl sem sjá má nokkuð langt uppi í landi, varp er t.d. við Þingvallavatn, við Emstrur, í Skagafirði og í Ásbyrgi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
Feb
Salurinn
20:00

Vetrarferðin

01
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

01
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

01
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023

Að rekja brot

02
Feb
11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Lesið á milli línanna

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Salurinn
20:00

Los Bomboneros

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Vísindasmiðja HÍ

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR