Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er bæjarlistamaður Kópavogs 2025. Tilnefningin var formlega tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Kópavogs í dag af Elísabetu Sveinsdóttur, formanni menningar- og mannlífsnefndar, en nefndin velur bæjarlistamann.

Sigga Beinteins er ein af ástsælustu og virtustu söngkonum landsins. Hún hafði sungið í bílskúrshljómsveit hér í Kópavogi allt frá árinu 1980 þegar HLH flokkurinn fékk hana til liðs við sig í laginu Vertu ekki að plata mig sem skaut Siggu upp á stjörnuhimininn. Hún starfaði lengst af með hljómsveitinni Stjórnin á níunda áratugnum og hefur síðan þá verið áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem sólólistamaður og í samstarfi við aðra. Sigga hefur þrisvar sinnum keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og hefur gefið út gríðarlegan fjölda vinsælla laga sem notið hafa mikillar hylli almennings. Auk ferilsins sem poppsöngkona hefur Sigga lagt sitt af mörkum til barnaefnis á Íslandi, meðal annars með útgáfu á tónlistarverkefninu Söngvaborg, þar sem lög og sögur fyrir börn fá að njóta sín á lifandi og skapandi hátt.

Tilnefningin er viðurkenning fyrir það ómetanlega framlag sem Sigga hefur fært landsmönnum og íslensku tónlistarsenunni í gegnum árin. Hún hefur verið búsett í Kópavogi um árabil, en með tilnefningunni gefst bæjarfélaginu tækifæri til að heiðra og þakka einstökum listamanni og styrkja tengslin við hana.

Í hlutverki sínu sem bæjarlistamaður hyggst Sigga Beinteins standa fyrir sérstakri söngskemmtun fyrir börn í efstu deildum leikskóla Kópavogs. Þá eru einnig fyrirhugaðir tónleikar í Salnum síðar á árinu, þar sem hún lítur yfir ferilinn og miðlar reynslu og sögum úr langri og litríki vegferð í tónlistinni.

Kópavogsbær fagnar því innilega að fá Siggu Beinteins í hóp bæjarlistamanna og hlakkar til samstarfsins á komandi ári.

Á myndinni eru Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Beinteinsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir formaður menningar- og mannlífsnefndar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
jún
Bókasafn Kópavogs
25
jún
Bókasafn Kópavogs
26
jún
Salurinn
27
jún
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

30
jún
Bókasafn Kópavogs
30
jún
04
júl
Náttúrufræðistofa Kópavogs
01
júl
Bókasafn Kópavogs
02
júl
Bókasafn Kópavogs
02
júl
Bókasafn Kópavogs
03
júl
Salurinn
04
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira