Sumarnámskeið fyrir 10 – 12 ára börn

Í júní verður að vanda boðið upp á tvö vikunámskeið í náttúrufræðum fyrir 10 til 12 ára börn. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindaleg vinnubrögð.
mynd83.jpg
Farið verður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Á rannsóknastofu verða sýni mæld og skoðuð í smásjá og haldnar vinnubækur.
Námskeið 1: 14. – 18. júní (fjórir dagar) Námskeið 2: 21. – 25. júní
Námskeiðið stendur yfir frá kl. 10 – 15 hvern dag og mæta þátttakendur með nesti, stígvél og hlífðarföt.
Innritun fer fram á Náttúrufræðistofu Kópavogs milli kl. 10 og 16 fram til 11. júní. Námskeiðsgjald er 5.600 kr. fyrir fyrri vikuna og 7.000 kr. fyrir þá seinni. Leiðbeinendur verða starfsmenn á Náttúrufræðistofunni. Athugið! Fjöldi þátttakenda takmarkast við 12 börn á hvoru námskeiði.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn
25
jan
Gerðarsafn
25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
Bókasafn Kópavogs
26
jan
Salurinn
26
jan
Gerðarsafn
27
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira