Friðlandið í Vatnsmýrinni – friðland í miðri borg.

Þann 24. júní efnir Norræna húsið til málþings um tækifærin sem felast í friðlandi í miðri borg og möguleikum til endurbóta á núverandi ástandi. Málþingið hefst kl. 10 og stendur til kl. 12. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Dagskrá málþingsins er sem hér segir:
10:00 Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur: “Tilgangur friðlandsins og ástand varpfugla”
10:15 Erik Jeppesen, prófessor í vatnavistfræði við Árósarháskóla: “Lake restoration and the possibilities of restoring the city lakes in Reykjavik”
10:40 Natalie Jeremijenko, prófessor við NY Háskóla: “Wetlanding: on the spectacular possibilities and environmental services of urban wetland ecosystems”
11:00 Arnaldur Schram, arkitekt: “Arkítektúr, vistkerfi og landslag, framtíðarsýn á friðlandið”
11:15 Umræður og spurningar úr sal.
Vatnasvæði þjóna mikilvægu hlutverki í vistkerfi jarðar sérstaklega þegar horft er til líffræðilegs fjölbreytileika og fæðuöflunar. Á síðustu áratugum hefur ofauðgun á næringarefnum ógnað lífríki vatna og tjarna um allan heim. Þetta mikla magn næringarefna veldur gruggugu vatni og fátækara lífríki.
Rannsóknir á lífríki og efnabúskap Tjarnarinnar, þar með taldar rannsóknir Náttúrufræðistofu Kópavogs, benda til að ofauðgun næringarefna sé til staðar í Reykjavíkurtjörn og vatnsgæði hennar ekki sem skildi. Norræna húsið setti á dögunum saman sérfræðihóp sem hefur til umfjöllunar framtíð friðlandsins. Markmiðið er að blása lífi í friðlandið og hefur verkefnið nú þegar hlotið fjölda styrkja meðal annars frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og Auðlind.
Málþingið er einn af mörgum þáttum á leiðinni að betra friðlandi.
Erik Jeppesen, er prófessor í vatnavistfræði frá Rannsóknardeild umhverfisstofnunnar Árósarháskóla hefur mikla reynslu af endurheimt vatnsgæða og hefur skrifað margar greinar um það efni. Hann er að góðu kunnur hér á landi þegar kemur að rannsóknum á vatnalíffræði og hefur m.a. verið virk samvinna milli hans og Náttúrufræðistofunnar í gegn um fjölþjóðleg samstarfsverkefni. Þar má nefna NorLake og EuroLimpacs verkefnin sérstaklega.
Natalie Jeremijenko prófessor við New York University og stofnandi xclinic, náttúru-heilsugæslu-stöð, hefur verið valin ein af 40 áhrifamestu hönnuðum af ID Magazine og ein af 100 uppfinningamönnum heims af MIT Technology Review.
Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, fjallar um tilgang friðlandsins og sögu.
Arnaldur Schram, arkitekt og samstarfsmaður Natalie Jeremijenko, fjallar um möguleika á uppbyggingu í kringum friðlandið.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023

Að rekja brot

02
Feb
11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Lesið á milli línanna

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Salurinn
20:00

Los Bomboneros

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Vísindasmiðja HÍ

03
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
19:00

Bræðurnir frá Kópavogsbúinu

03
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
21:00

Saga knattspyrnudeilda Breiðabliks

03
Feb
Gerðarsafn
18:00

Sólarprent

03
Feb
Menning í Kópavogi
18:00

Gallerí Göng

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR