Þökkum frábærar viðtökur á Vísindavöku

Síðastliðinn föstudag tók Náttúrufræðistofa Kópavogs þátt Vísindavöku Rannís í annað skipti. Vísindavakan var haldin í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu.
Mæting var frábær, en alls komu um 4200 manns á vökuna og var fullt út úr dyrum nánast allan tímann. Náttúrufræðistofan deildi sýningarrými með Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, þar sem starfsemi stofunnar var kynnt með myndasýningu og sýnishornum af útgefnu efni. Jafnframt var stillt upp í þremur krukkum, einfaldaðri mynd af fæðuvef í íslenskum vötnum. Óhætt er að segja að þessi einfalda uppstilling hafi slegið í gegn, því að þó tveir starfsmenn stofunnar væru á staðnum, hafðist vart undan að skýra út fyrir forvitnum gestum á öllum aldri hvað þarna væri um að vera.
Rannsóknir Náttúrufræðistofu Kópavogs snúa að miklu leiti að lífríki stöðuvatna og þar með óhjákvæmilega að þeim nánu tengslum sem eru milli hinna mismunandi dýrasamfélaga sem mynda fæðuvef vatnanna. Því kom fram sú hugmynd að gera fæðuþrepunum sérstök skil og vera með fæðuþrep „hver étur hvern“ til sýnis.
mynd222.jpg
 Stillt var upp þremur krukkum, einni með vatni sem var morað af sviflægum grænþörungum, annarri þar sem sjá mátti sviflæg krabbadýr svokallaðar vatnaflær sem lifa á þörungunum og svo loks þeirri þriðju sem í voru hornsíli, sem lifa að nokkru leyti á krabbadýrunum. Í þeirri krukku var jafnframt hauskúpa af sel og var nokkuð velt vöngum yfir því hvar í fæðukeðjunni selurinn væri.
mynd223.jpg
Mikil aðsókn var að sýningarbásnum og höfðu starfsmann vart undan að svara spurningum og vangaveltum um sýningarefnið. Eru gestum færðar bestu þakkir fyrir komuna.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira