Aðventuhátíð í Kópavogi

Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatré Kópavogsbúa á Hálsatorgi, laugardaginn 26. nóvember, kl. 16:00.
mynd138.jpg
Jólatréð er gjöf bæjarbúa í Norrköping í Svíþjóð til Kópavogsbúa. Sendiherra Svíþjóðar, Anders Ljunggren, afhendir tréð og Hjálmar Hjálmarsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á móti því fyrir hönd bæjarins.

Skólahljómsveit Kópavogs og Samkór Kópavogs spila og syngja jólalög og nokkrir jólasveinar taka forskot á sæluna og kíkja í heimsókn.

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í næsta nágrenni í tilefni dagsins. Jólakötturinn verður m.a. á kreiki í Bókasafni Kópavogs og dýrin í Náttúrufræðistofu Kópavogs skrýðast jólabúningi. Næstu tvær vikurnar verður leikskólum Kópavogs svo boðið í heimsókn á Bókasafnið og Náttúrufræðistofuna til að kynnast jólakettinum enn frekar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
sep
Salurinn
21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

22
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR