Aðventuhátíð í Kópavogi

Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatré Kópavogsbúa á Hálsatorgi, laugardaginn 26. nóvember, kl. 16:00.
mynd138.jpg
Jólatréð er gjöf bæjarbúa í Norrköping í Svíþjóð til Kópavogsbúa. Sendiherra Svíþjóðar, Anders Ljunggren, afhendir tréð og Hjálmar Hjálmarsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á móti því fyrir hönd bæjarins.

Skólahljómsveit Kópavogs og Samkór Kópavogs spila og syngja jólalög og nokkrir jólasveinar taka forskot á sæluna og kíkja í heimsókn.

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í næsta nágrenni í tilefni dagsins. Jólakötturinn verður m.a. á kreiki í Bókasafni Kópavogs og dýrin í Náttúrufræðistofu Kópavogs skrýðast jólabúningi. Næstu tvær vikurnar verður leikskólum Kópavogs svo boðið í heimsókn á Bókasafnið og Náttúrufræðistofuna til að kynnast jólakettinum enn frekar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira