Fjöskyldustund, Náttúrulífsmynd ókeypis aðgagnur

Náttúrufræðistofa Kópavogs mun sýna myndina Jane Goodall, líf mitt með simpönsum í fjölnotasal Náttúrufærðistofunnar að Hamraborg 6a næstkomandi laugardag 17. september. Í myndinni segir frá Goodall og öpunum hennar í Gombe Stream National Park í Tansaníu. Sýningin er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi og hefst kl. 13:00. Íslenskur texti og þulur.
20160601105319621639.jpg
Sýningin er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi og hefst kl. 13:00. Í júní í sumar kom breski náttúrufræðingurinn Jane Goodall í heimsókn til Íslands. Hún er mjög þekkt fyrir rannsóknir sýnar á atferli simpansa þar sem hún sýndi fram á að fleiri dýr en maðurinn geta sýnt og borið margbreytilegar tilfinningar. Goodall hefur verið óþreytandi við að boða bætt samskipti manna við önnur dýr á jörðinni og í því skyni rekur hún stofnun Jane Goodall. Meðal verkefna hennar er einnig hreyfing sem kallast Roots & Shoots þar sem ungt fólk um allan heim fræðist og miðlar fróðleik náttúruvernd í víðum skilningi.Í heimsókn sinni í sumar hélt Goodall fyrirlestur í Háskólabíói og hitti ungmenni sem voru að vinna að margvíslegum verkefnum tengdum náttúrufræði. Krakkar á sumarnámskeiði Náttúrufræðistofunnar voru svo heppin að fá að hitta hana og segja frá hvað þau höfðu lært og fengið að vinna með. Stóðu þau sig með mikilli prýði.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn
08
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

10
des
Bókasafn Kópavogs
11
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira