Stjörnustríð í Kópavogi

Það var mikið um dýrðir í Kópavogsbæ á Safnanótt, 2. febrúar síðastliðinn. Bókasafnið var þar ekki undanskilið en Menningarhúsin í bænum unnu dagskrá sína í anda Stjörnustríðs-kvikmyndanna.
“Það komu ríflega 1400 manns hérna á safnið,” segir Sigrún Guðnadóttir á Bókasafni Kópavogs. “Að minnsta kosti voru það ekki færri en 1400, þegar umferðin er svona mikil getur fólk sloppið framhjá teljurunum okkar.”
Á bókasafninu var börnum boðið í Stjörnustríðs-leiki, það var hægt að föndra, hlusta á tónlist úr kvikmyndunum flutta af nemendum Tónlistarskóla Kópavogs, sjá geislasverðasýningu, taka þátt í hugarflugssmiðju með Gunnari Helgasyni, hlýða á erindi Sævars Helga Bragasonar um líf á öðrum hnöttum og að endingu las Jón Gnarr úr nýjustu bókinni sinni.
“Safnanótt er sístækkandi viðburður hjá okkur,” segir Sigrún. “Hún hefur öðlast ákveðinn sess í bæjarlífinu og við finnum að fjölskyldur þekkja hátíðina og reikna með að sækja hana. Svo vappar fólk á milli viðburða hjá mismunandi stofnunum. Aðsóknin hjá okkur var mjög góð í ár – leikarinn sem lék Svarthöfða var gersigraður í nokkurhundruð bardögum og því leikur varla nokkur vafi á því að útsendarar hins illa hafi verið hraustlega kveðnir í kútinn!”
Aðspurð segir Sigrún að starfsfólkið sé þegar byrjað að skipuleggja Safnanótt 2019. “Við erum búin að velja þema og bóka heiðursgestinn. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, en Safnanótt verður 1. febrúar á næsta ári.”
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira