Stjörnustríð í Kópavogi

Það var mikið um dýrðir í Kópavogsbæ á Safnanótt, 2. febrúar síðastliðinn. Bókasafnið var þar ekki undanskilið en Menningarhúsin í bænum unnu dagskrá sína í anda Stjörnustríðs-kvikmyndanna.
“Það komu ríflega 1400 manns hérna á safnið,” segir Sigrún Guðnadóttir á Bókasafni Kópavogs. “Að minnsta kosti voru það ekki færri en 1400, þegar umferðin er svona mikil getur fólk sloppið framhjá teljurunum okkar.”
Á bókasafninu var börnum boðið í Stjörnustríðs-leiki, það var hægt að föndra, hlusta á tónlist úr kvikmyndunum flutta af nemendum Tónlistarskóla Kópavogs, sjá geislasverðasýningu, taka þátt í hugarflugssmiðju með Gunnari Helgasyni, hlýða á erindi Sævars Helga Bragasonar um líf á öðrum hnöttum og að endingu las Jón Gnarr úr nýjustu bókinni sinni.
“Safnanótt er sístækkandi viðburður hjá okkur,” segir Sigrún. “Hún hefur öðlast ákveðinn sess í bæjarlífinu og við finnum að fjölskyldur þekkja hátíðina og reikna með að sækja hana. Svo vappar fólk á milli viðburða hjá mismunandi stofnunum. Aðsóknin hjá okkur var mjög góð í ár – leikarinn sem lék Svarthöfða var gersigraður í nokkurhundruð bardögum og því leikur varla nokkur vafi á því að útsendarar hins illa hafi verið hraustlega kveðnir í kútinn!”
Aðspurð segir Sigrún að starfsfólkið sé þegar byrjað að skipuleggja Safnanótt 2019. “Við erum búin að velja þema og bóka heiðursgestinn. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, en Safnanótt verður 1. febrúar á næsta ári.”
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR