Vinsælustu bækurnar 2018

Það er alltaf áhugavert fyrir starfsfólk bókasafnsins að komast að því hvaða bækur standa upp úr í vinsældum eftir hvert bókaár. Nýjar bækur frá metsöluhöfundum detta oftast inn á markað á haustin rétt fyrir jólainnkaupin og fara þær eftirvæntingafyllstu oftast á langa biðlista á öllum bókasöfnum. Það segir samt ekki alla söguna og eru þær bækur ekki alltaf á listanum yfir tíu mestu útlánin þegar litið er á árið í heild. Enda lánast þær bækur vel út vorið sem fylgir.
Nú hafa verið teknar saman hvaða tíu bækur í flokki fullorðinsefnis, barnaefnis og unglingaefnis voru mest í útláni árið 2018 á Bókasafni Kópavogs á bæði aðalsafninu í Hamraborg og á Lindasafni. Í flokki unglingaefnis eru bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter ennþá vinsælar og verma 6 sæti af 10 á topplistanum. Síðasta bókin í Harry Potter seríunni var þó gefin út árið 2007. Þetta sýnir að sumar bækur standast tímans tönn og eru mikið lesnar. ,,Bækurnar um Harry Potter eru í stöðugri endurnýjun hjá okkur og við erum að panta þær aftur og aftur“ segir Ragna Guðmundsdóttir en hún sér um innkaupin fyrir bókasafnið.
Aðspurð hvort eitthvað komi á óvart í niðurstöðunum segir Ragna svo ekki vera. Á listanum yfir fullorðinsefni eru vinsælustu bækurnar eftir íslenska höfunda sem tróna á toppnum á báðum söfnum, auk þess sem norrænir krimmar eru alltaf vinsælir. Svo er gaman að sjá að bækurnar Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi eru á listanum líka en þær bækur voru loksins endurútgefnar í heild sinni árin 2016-2017 og verðum við vör við það að fólk sem las þær þegar þær komu út á sínum tíma er að endurlesa þær og hefur gaman af, bætir Ragna við.
Þegar bækur eru pantaðar inn á safnið er það teymi sérfræðinga sem hittist reglulega og fer yfir nýútkomnar bækur. ,,Við reynum að svara eftirspurn lánþega okkar eftir vinsælustu bókunum og kaupum allt upp í 15-20 eintök af þeim vinsælustu á hverju ári“, segir Ragna að lokum. Hér að neðan má sjá topplistann í unglingaefni og barnaefni á aðalsafni og topplistann í fullorðinsefni á Lindasafni.
Fullorðinsbækur, Lindasafn:

(1) Myrkrið veit / Arnaldur Indriðason. (2017)

(2) Dalalíf / Guðrún frá Lundi. (2016)

(3) Syndafallið / eftir Mikael Torfason. (2017)

(4) Ljótur leikur / Angela Marsons (2017)

(5) Mistur / Ragnar Jónasson. (2017)

(6) Náttbirta / Ann Cleeves (2018)

(7) Þorsti / Jo Nesbø (2018)

(8) Myrkrið bíður / Angela Marsons (2018)

(9) Litla bókabúðin í hálöndunum / Jenny Colgan (2017)

(10) Í nafni sannleikans / Viveca Sten (2018)

Unglingabækur, aðalsafn:

(1) Harry Potter og leyniklefinn / J.K. Rowling (2000)

(2) Harry Potter og viskusteinninn / J. K. Rowling (2014)

(3) Dragon Ball / story and art by Akira Toriyama (2000)

(4) Harry Potter og fanginn frá Azkaban / J.K. Rowling (2000)

(5) Harry Potter og Fönixreglan / J.K. Rowling (2003)

(6) 15 grimmustu risaeðlurnar / [texti Illugi Jökulsson (2015)

(7) Rick and Morty / created by Dan Harmon and Justin Roiland. (2015)

(8) Vertu ósýnilegur : flóttasaga Ishmaels / Kristín Helga Gunnarsdóttir (2017)

(9) Harry Potter og viskusteinninn / J. K. Rowling (1999)

(10) Harry Potter og eldbikarinn / J.K. Rowling (2001)

Barnabækur, aðalsafn:

(1) Myndasögusyrpa  Syrpa / Walt Disney. (1994)

(2) Myndasögusyrpa  Syrpa / Walt Disney. (2002)

(3) Dagbók Kidda klaufa : svakalegur sumarhiti / Jeff Kinney (2012)

(4) Moli litli flugustrákur / eftir Ragnar Lár. (2010)

(5) Skrímslaerjur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal. (2012)

(6) Víti í Vestmannaeyjum / eftir Gunnar Helgason (2011)

(7) Myndasögusyrpa 2010 Syrpa / Walt Disney. (2010)

(8) Dagbók Kidda klaufa / Jeff Kinney (2009)

(9) Sonur Stórfótar / leikstjórn Jeremy Degruson og Ben Stassen. (2017)

(10) Taskan hennar Dóru / saga eftir Söru Willson (2013)

Þessi frétt birtist áður í Kópavogspóstinum

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
06
mar
Bókasafn Kópavogs
06
mar
Gerðarsafn
07
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
mar
Bókasafn Kópavogs
08
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
09
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira