Vinsælustu bækurnar 2018

Það er alltaf áhugavert fyrir starfsfólk bókasafnsins að komast að því hvaða bækur standa upp úr í vinsældum eftir hvert bókaár. Nýjar bækur frá metsöluhöfundum detta oftast inn á markað á haustin rétt fyrir jólainnkaupin og fara þær eftirvæntingafyllstu oftast á langa biðlista á öllum bókasöfnum. Það segir samt ekki alla söguna og eru þær bækur ekki alltaf á listanum yfir tíu mestu útlánin þegar litið er á árið í heild. Enda lánast þær bækur vel út vorið sem fylgir.
Nú hafa verið teknar saman hvaða tíu bækur í flokki fullorðinsefnis, barnaefnis og unglingaefnis voru mest í útláni árið 2018 á Bókasafni Kópavogs á bæði aðalsafninu í Hamraborg og á Lindasafni. Í flokki unglingaefnis eru bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter ennþá vinsælar og verma 6 sæti af 10 á topplistanum. Síðasta bókin í Harry Potter seríunni var þó gefin út árið 2007. Þetta sýnir að sumar bækur standast tímans tönn og eru mikið lesnar. ,,Bækurnar um Harry Potter eru í stöðugri endurnýjun hjá okkur og við erum að panta þær aftur og aftur“ segir Ragna Guðmundsdóttir en hún sér um innkaupin fyrir bókasafnið.
Aðspurð hvort eitthvað komi á óvart í niðurstöðunum segir Ragna svo ekki vera. Á listanum yfir fullorðinsefni eru vinsælustu bækurnar eftir íslenska höfunda sem tróna á toppnum á báðum söfnum, auk þess sem norrænir krimmar eru alltaf vinsælir. Svo er gaman að sjá að bækurnar Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi eru á listanum líka en þær bækur voru loksins endurútgefnar í heild sinni árin 2016-2017 og verðum við vör við það að fólk sem las þær þegar þær komu út á sínum tíma er að endurlesa þær og hefur gaman af, bætir Ragna við.
Þegar bækur eru pantaðar inn á safnið er það teymi sérfræðinga sem hittist reglulega og fer yfir nýútkomnar bækur. ,,Við reynum að svara eftirspurn lánþega okkar eftir vinsælustu bókunum og kaupum allt upp í 15-20 eintök af þeim vinsælustu á hverju ári“, segir Ragna að lokum. Hér að neðan má sjá topplistann í unglingaefni og barnaefni á aðalsafni og topplistann í fullorðinsefni á Lindasafni.
Fullorðinsbækur, Lindasafn:

(1) Myrkrið veit / Arnaldur Indriðason. (2017)

(2) Dalalíf / Guðrún frá Lundi. (2016)

(3) Syndafallið / eftir Mikael Torfason. (2017)

(4) Ljótur leikur / Angela Marsons (2017)

(5) Mistur / Ragnar Jónasson. (2017)

(6) Náttbirta / Ann Cleeves (2018)

(7) Þorsti / Jo Nesbø (2018)

(8) Myrkrið bíður / Angela Marsons (2018)

(9) Litla bókabúðin í hálöndunum / Jenny Colgan (2017)

(10) Í nafni sannleikans / Viveca Sten (2018)

Unglingabækur, aðalsafn:

(1) Harry Potter og leyniklefinn / J.K. Rowling (2000)

(2) Harry Potter og viskusteinninn / J. K. Rowling (2014)

(3) Dragon Ball / story and art by Akira Toriyama (2000)

(4) Harry Potter og fanginn frá Azkaban / J.K. Rowling (2000)

(5) Harry Potter og Fönixreglan / J.K. Rowling (2003)

(6) 15 grimmustu risaeðlurnar / [texti Illugi Jökulsson (2015)

(7) Rick and Morty / created by Dan Harmon and Justin Roiland. (2015)

(8) Vertu ósýnilegur : flóttasaga Ishmaels / Kristín Helga Gunnarsdóttir (2017)

(9) Harry Potter og viskusteinninn / J. K. Rowling (1999)

(10) Harry Potter og eldbikarinn / J.K. Rowling (2001)

Barnabækur, aðalsafn:

(1) Myndasögusyrpa  Syrpa / Walt Disney. (1994)

(2) Myndasögusyrpa  Syrpa / Walt Disney. (2002)

(3) Dagbók Kidda klaufa : svakalegur sumarhiti / Jeff Kinney (2012)

(4) Moli litli flugustrákur / eftir Ragnar Lár. (2010)

(5) Skrímslaerjur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal. (2012)

(6) Víti í Vestmannaeyjum / eftir Gunnar Helgason (2011)

(7) Myndasögusyrpa 2010 Syrpa / Walt Disney. (2010)

(8) Dagbók Kidda klaufa / Jeff Kinney (2009)

(9) Sonur Stórfótar / leikstjórn Jeremy Degruson og Ben Stassen. (2017)

(10) Taskan hennar Dóru / saga eftir Söru Willson (2013)

Þessi frétt birtist áður í Kópavogspóstinum

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira