Lestrarvinir

Langar þig að vera lestrarvinur eða veistu um fjölskyldu sem myndi vilja fá lestrarvin í heimsókn?
Í haust fer af stað nýtt verkefni á Bókasafni Kópavogs sem gengur undir heitinu Lestrarvinir. Verkefnið er upprunalega að hollenskri fyrirmynd, en bæði Borgarbókasafn og Rauði krossinn á Akureyri eru komin af stað með svipað verkefni. 
Markmið verkefnisins er að aðstoða börn af erlendum uppruna við að lesa á íslensku og auka lesskilning þeirra. Sjálfboðaliðar fara heim til fjölskyldna einu sinni í viku, hlusta á börnin lesa og ræða um textann. Ef viðkomandi barn er ekki orðið læst, þá er lesið fyrir það. Sjálfboðaliðar munu fá þjálfun og sitja námskeið þar sem farið verður yfir hlutverk þeirra áður en verkefnið hefst. Starfsfólk bókasafnsins mun jafnframt vera sjálfboðaliðunum til halds og trausts. 
Langar þig að vera lestrarvinur eða veistu um fjölskyldu sem myndi vilja fá lestrarvin í heimsókn? Nánari upplýsingar veitir Helga Einarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, helgaei@kopavogur.is

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16
okt
Salurinn
16
okt
Gerðarsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR