Vísindavaka

Síðastliðinn laugardag var sannkallaður hátíðardagur þeirra sem stunda vísindarannsóknir, en þá var Vísindavaka Rannís haldin í Laugardalshöll. Þar kynntu hátt á fjórða tug sýnenda margskonar verkefni og miðluðu til gesta. Náttúrufræðistofa Kópavogs var að sjálfsögðu meðal þátttakenda eins og ætíð áður.
Vísindavakan var afar vel sótt og eins og fyrri ár var fjölskyldufólk meirihluti gesta. Útgangspunkturinn í sýningu Náttúrufræðistofunnar var tengsl lífvera undir yfirskriftinni „Er lífið flókið?„. Hægt var að skoða nokkra þátttakendur fæðuvefs í vatni í návígi ásamt því að staðsetja lífverur í réttu umhverfi og finna tengslin milli þeirra. Uppstillingin var einföld en reyndist hafa háan Vááá-faktor.
Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs þakkar gestum Vísindavöku kærlega fyrir komuna.
vísindavaka-flækja.jpg
Er lífið flókið?
vísindavaka-gestir.jpg
Nokkrir af gestum Vísindavöku.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
14
des
Salurinn
14
des
Salurinn
14
des
Menning í Kópavogi
15
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Salurinn
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR