Laust er starf útibússtjóra Lindasafns

Bókasafn Kópavogs óskar eftir öflugum stjórnanda í starf útibússtjóra Lindasafns. Um er að ræða 100% stöðu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í desember. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Útibússtjóri ber ábyrgð á og stýrir daglegum rekstri Lindasafns, þ.m.t. fjármálum, starfsmannamálum, þjónustu, safnefni, fræðslu og viðburðum, tækjum, tölvum og búnaði. Hann situr í ýmsum teymum og starfshópum innan Bókasafns Kópavogs og fundar reglulega með deildarstjórum. Hann starfar náið með forstöðumanni og tekur virkan þátt í stefnumótunarvinnu og framkvæmd og þróun verkefna. Starfar einnig náið með bókasafnsfræðingi Lindaskóla. Útibússtjóri sinnir öðrum verkefnum sem tengjast grunnstarfsemi og rekstri safnsins í samstarfi við aðra starfsmenn, s.s  afgreiðslu, upplýsingamiðlun og þjónustu gagnvart gestum.
Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólapróf á sviði bókasafns- og upplýsingafræða eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
Stjórnunarreynsla.
Víðtæk reynsla í tölvunotkun.
Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti skilyrði og færni í einu norðurlandamáli.
Hugmyndaauðgi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Færni til að vinna undir álagi og sinna mörgum verkefnum, mjög góðir skipulagshæfileikar.
Hæfileiki til að tileinka sér nýja þekkingu.
Metnaður til árangurs og fagmennska í vinnubrögðum.
Jákvæðni í starfi og sveigjanleiki.

Bókasafn Kópavogs var stofnað 15. mars 1953 og er rekið af Kópavogsbæ samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 150/2012. Meginhlutverk safnsins er fyrst og fremst að bjóða Kópavogsbúum og öðrum aðgengi að þekkingu og stuðla að fjölbreyttri, öflugri og skipulagðri menningarstarfsemi og fræðslu fyrir samfélagið í heild. Bókasafn Kópavogs hefur það að leiðarljósi að vera í fararbroddi almenningsbókasafna í landinu hvað varðar þjónustu, safnkost og búnað og á safninu starfar samheldinn og öflugur starfsmannahópur sem vinnur að því markmiði.
Lindasafn er annað af tveimur útibúum Bókasafns Kópavogs og var opnað haustið 2002. Það er samsteypusafn með Lindaskóla og er skólabókasafn fyrir hádegi og almenningsbókasafn eftir hádegi.
Það er til húsa á annarri hæð Lindaskóla.
Umsóknarfrestur er til og með 20. október nk.
Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, lisa@kopavogur.is.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Hægt er að sækja um starfið rafrænt í gegnum vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.
Hægt er að sækja um starfið hér.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn
08
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

10
des
Bókasafn Kópavogs
11
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira