Líffræðiráðstefnan 2019

Fimmtudaginn 17. október hefst níunda ráðstefna Líffræðifélags Íslands. Náttúrufræðistofa Kópavogs er þátttakandi og einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar, sem er stórviðburður í íslensku vísindastarfi, enda sækir hana meirihluti þeirra sem starfa að rannsóknum í lífvísindum hér á landi.
Að þessu sinni stendur ráðstefnan í þrjá daga og verða keyrðar samhliða málstofur alla dagana en á milli er dagskráin brotin upp með öndvegisfyrirlestrum og öðrum viðburðum.
Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs verður meðal þátttakenda sem endranær og mun kynna tvö rannsóknarverkefni. Annars vegar er um að ræða verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og snýr að vatnshitabreytingum í Þingvallavatni sem orðið hafa á undanförnum áratugum, og hins vegar verða kynntar niðurstöður vöktunarverkefnis þar sem fylgst hefur verið með framvindu gróðurfars og lífríkis í Reykjavíkurtjörn.
Frekari upplýsingar um þessa merku ráðstefnu má nálgast á vef Líffræðifélags Íslands.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
jan
Gerðarsafn
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR