30 píanóleikarar flytja 32 píanósónötur

Nýja testamenti píanóbókmenntanna flutt á 9 tónleikum í Salnum af landsliði píanóleikara.

Landslið píanóleikara mun nú í haust koma fram í tónleikaröð í Salnum í tilefni 250 ára afmælis Ludwigs van Beethoven. Fluttar verða allar 32 píanósónötur Beethovens á níu tónleikum.

„Frumkvæðið að tónleikaröðinni átti Jónas Ingimundarson sem fékk góðar undirtektir hjá píanóleikurum landsins fyrir hugmyndinni og í samvinnu við Salinn er röðin nú orðin að veruleika,“ segir Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins í Kópavogi. „Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna næstum alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Píanóverkin eru hornsteinn í sköpunarverki hans og þá sérstaklega píanósónöturnar en saman hafa þær verið nefndar Nýja testamenti píanóbókmenntanna svo mikilvægar eru þær fyrir þróun og þroska píanóleikara.“

 „Sumar af þessum sónötum þykja mjög erfiðar og eru ekki oft fluttar hér á landi en aðrar þekkjum við vel og höfum heyrt í mörgum bíómyndum og auglýsingum. Tónleikaröðin býður því upp á einstakt tækifæri fyrir tónlistarunnendur að fá heildarmynd þessara verka á einu hausti,“ segir Aino Freyja. „Fyrst og fremst er þetta verulega falleg tónlist og alveg jafn gaman að hlusta á hana núna og fyrir 100 árum.“

Um þrjátíu píanóleikarar koma fram í röðinni en Kristín Jónína Taylor og Bryan Stanley koma fram á fyrstu tónleikunum þann 19. September. Þeir tónleikar verða þó með heldur óhefðbundnu sniði. Flutt verður upptaka af þeim að flytja Píanósónötu nr. 2 í A-dúr og Píanósónötu nr. 28 í A-dúr en Kristín og Bryan eru búsett í Bandaríkjunum og komast ekki til landsins vegna Covid-19. Frítt er inn á þessa upphafstónleika raðarinnar.

„Hinir átta tónleikarnir verða á þriðjudagskvöldum á móti Tíbrá tónleikaröð Salarins þannig að þriðjudagskvöld verða klassísk kvöld í Salnum fram að jólum,“ segir Aino Freyja og bendir á að boðið er upp á 40% afslátt af miðaverði ef keyptir eru miðar á alla tónleikaröðina.

Takmarkaður sætafjöldi er í boði á tónleikana vegna fjarlægðar- og fjöldatakmarkana en farið er eftir öllum sóttvarnarreglum í hvívetna.

Richard Simm (1).jpg

Richard Simm mun flytja Píanósónata nr. 29 í B-dúr, opus 106 eða Hammerklavier sem lengi vel þótti óspilandi svo erfið er hún.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira