Vetrarhátíð í Kópavogi 2021

Lágstemmdir viðburðir um allan Kópavog.

Tilfinningaþrungin barokktónlist, ástarsaga um mosa og íslensk þjóðlög í seiðandi útsetningum eru á meðal þess sem má njóta á Vetrarhátíð sem fram fer víðs vegar um Kópavog dagana 4.-7. febrúar. Í ljósi samkomutakmarkana verður áhersla á viðburði undir berum himni og viðburði fyrir fámennan áheyrendahóp en öllum fyrirmælum um sóttvarnir og fjöldatakmörk verður fylgt í hvívetna. Ókeypis er á alla viðburði en nauðsynlegt að skrá sig þegar það á við.

Elísabet Waage og Laufey Sigurðardóttir bjóða upp á íhugula vetrarkvöldstónleika í Safnaðarheimili Kópavogskirkju með tónlist fyrir fiðlu og hörpu eftir Leif Þórarinsson, Báru Grímsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson, föstudaginn 5. febrúar kl. 18.

Ásgeir Ásgeirsson og þjóðlagasveit hans munu flytja seiðandi útsetningar á íslenskum þjóðlögum þar sem Sigríður Thorlacius mun þenja raddböndin á tónleikum, föstudagskvöldið 5. febrúar í Salnum kl. 19:30. 

Á síðkvöldstónleikum í Hjallakirkju mun tilfinningaþrungin barokktónlist eftir Bach, Purcell, Monteverdi og fleiri hljóma í flutningi Þórunnar Völu Valdimarsdóttur, Hildigunnar Einarsdóttur, Gróu Margrétar Valdimarsdóttur, Júlíu Mogensen og Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Bókið miða.

Í gamla Hressingarhælinu í Kópavogi verður sett upp verkið Mosi og ég: Ástarsaga eftir Völu Höskuldsdóttur og mosa sem er verk fyrir einn áhorfanda í einu, dagana 6.-7. febrúar. Verkinu hefur verið lýst sem einstöku ferðalagi innávið þar sem að skynfærin fá að ráða för. Sýningar eru á klukkutíma fresti frá 11 – 20 báða dagana. 

Í húsnæði Leikfélags Kópavogs laugardaginn 6. febrúar verður frumsýnt dansverkið Íslenski draumurinn eftir Mörtu Hlín Þorsteinsdóttur í samstarfi við FWD Youth Company við tónlist eftir Odd Kristjánsson (Sgandal).

Í fordyri Salarins í Kópavogi verður dans- og vídeóverkinu SKINN eftir Lilju Rúriksdóttur varpað á skjá á meðan Vetrarhátíð stendur yfir. SKINN er unnið í samstarfi við dansara FWD Youth Company og tónlistarmanninn Örn Ými Arason og er 20 mínútur í sýningu.

Leiðsagnir, listsköpun og ljóðatré

Hönnunarkollektívið ÞYKJÓ og Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona kitla ímyndunaraflið með innsetningunni Skríðum inn í skel á jarðhæð Gerðarsafns. Á efri hæð standa yfir sýningar Magnúsar Helgasonar og Ólafar Helgu Helgadóttur í SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR sýningaröðinni og verður meðal annars boðið upp á krakkavæna leiðsögn um sýninguna með Sprengju-Kötu og leiðsögn sýningastjóranna Brynju Sveinsdóttur og Hallgerðar Hallgrímsdóttur.

Eins og vaninn er á Vetrarhátíð verður Kópavogskirkja böðuð litum og ljósum, föstudagskvöldið 5.febrúar og verður gestum og gangandi boðið að koma inn í kirkjuna á sýninguna Alsjáandi: Ósamþykktar skissur að altaristöflu. Þar má sjá sýningu á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju en sýningastjórar eru Anna Karen Skúladóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Í Midpunkt í Hamraborg sýnir Jóhannes Dagsson myndlistarmaður vídeóverkið Ég veit núna / fjórar athuganir.

Í Bókasafni Kópavogs verður boðið upp á spennandi forritunarnámskeið föstudagskvöldið 5. febrúar fyrir unglinga. Frá 4. – 6. febrúar verður sýning á ljóðum sem unnu til verðlauna og viðurkenninga í nýafstöðnum Ljóðstaf Jóns úr Vör og gestum og gangandi boðið að leyfa sköpunargáfunni að taka völdin í ljóðatréi. Krakkar sem ekki geta beðið eftir næstu utanlandsferð geta svo prófað sýndarveruleikagleraugu í Beckmannsstofu á 2. hæð frá kl. 18-21. Þar verður hægt að ferðast í huganum til annarra landa, bæði nær og fjær, með aðstoð tækninnar.

Öll áhöld og tæki verða sótthreinsuð fyrir hverja notkun.

List á förnum vegi

Ungir vegglistamenn á vegum Molans munu setja upp glænýtt útigallerí, Gallerí Göng, í undirgöngunum við Hamraborg. Flanerí,nýr hljóðgönguhópur, býður upp á  hljóðvapp með áherslu á útilistaverk eftir Gerði Helgadóttur og Teresu Himmer (www.flaneri.is). Á útisvæðinu fyrir framan Menningarhúsin mun Náttúrufræðistofa Kópavogs bjóða upp á Lífljómun,fallegan ratleik fyrir alla fjölskylduna þar sem sjónum er beint að lífljómandi lífverum og hinu innra ljósi. Við útivistarsvæði í kringum Lindasafn verður sett upp Ljóðaganga sem byggir á ljóðum sem nemendur Lindaskóla sendu inn í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2021.

Vegna fjöldatakmarkana er skráning á tónleika, sviðsviðburði nauðsynleg þar sem miðafjöldi er takmarkaður.

_____________

4.-7. febrúar á opnunartíma Gerðarsafns: Skríðum inn í skel með Þykjó og Sóley Stefánsdóttur
4.-7. febrúar á opnunartíma Lindasafns: Ljóðaganga um Lindahverfi
4.-7. febrúar á opnunartíma Bókasafns Kópavogs: Ljóðatré
Frá og með 5. Febrúar Hljóðganga FLANERÍ: hægt að nálgast á www.flaneri.is
5. febrúar
 kl. 18: Vetrarkvöld. Elísabet Waage og Laufey Sigurðardóttir í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a
5. febrúar kl. 18 og 19: Micro:bit. Tækjaforritun í Bókasafni Kópavogs 
5. febrúar frá 18 – 21: Sýndarveruleiki í Beckmannstofu, Bókasafni Kópavogs
5. febrúar frá 18 – 22: Gallerí Göng í gömlu skiptistöðvargöngunum í Hamraborginni
5. febrúar frá 18 – 24: Kópavogskirkja böðuð ljósum
5. febrúar kl. 19:30: Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar í Salnum í Kópavogi, Hamraborg 6
5. febrúar kl. 21:00: Barokktónleikar í Hjallakirkju, Álfaheiði 17
5.-7. Febrúar á opnunartíma Kópavogskirkju: ALSJÁANDI í Kópavogskirkju, Hamraborg 2 
5.-7. Febrúar á opnunartíma Midpunkt: Ég veit núna/fjórar athuganir í Midpunkt
5.-7. febrúar Lífljómun á Náttúrufræðistofu Kópavogs (hægt að taka þátt alla hátíðina)
5.-7. febrúar
 SKINN í Salnum
6. febrúar kl. 12: Leiðsögn um sýninguna Alsjáandi í Kópavogskirkju með Önnu Karen Skúladóttur, Hallgerði Hallgrímsdóttur og séra Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti í Kópavogskirkju.
6. febrúar kl. 13: Fjölskylduleiðsögn með Sprengju-Kötu um sýninguna SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðarsafni
6.febrúar kl. 15 og 16:30: Íslenski draumurinn. Dansverk eftir Mörtu Hlín og FWD Youth Company í húsnæði Leikfélags Kópavogs, Funalind 2.
6 & 7. febrúar frá 11 – 20 (á klukkutíma fresti): Mosi og ég: Ástarsaga eftir Völu Höskuldsdóttur og mosa í Gamla Hressingarhælinu, Kársnesi, Kópavogi.
7.febrúar kl. 13: Sýningaleiðsögn um SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðarsafni með Brynju Sveinsdóttur og Hallgerði Hallgrímsdóttur.

Opnunartímar:


Gerðarsafn, Hamraborg 4
Föstudagur 5.2: 10 – 21
Laugardagur 6.2.: 10 – 17
Sunnudagur 7.2.: 10 – 17

Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hamraborg 6a
Föstudagur 5.2.: 10 – 21
Laugardagur 6.2.: 11 – 17

Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a
Föstudagur 5.2.: 10 – 21
Laugardagur 6.2.: 11- 17

Lindasafn, Núpalind 7
Föstudagur 5.2.: 14 – 17
Laugardagur 6.2.: 11 – 14

Midpunkt við Hamraborg 22
Föstudagur 5.2.: 18 – 21
Laugardagur 6.2.: 14 – 17
Sunnudagur 7.2.: 14 – 17

ALSJÁANDI í Kópavogskirkju, Hamraborg 2
Föstudagur 5.2.: 17 – 21
Laugardagur 6.2.: 12 -16
Sunnudagur 7.2.: 12 – 16

Hljóðgöngu FLANERÍ verður hægt að nálgast á www.flaneri.is

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
25
sep
26
sep
Bókasafn Kópavogs
26
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira