Leitað eftir ungum sýningarstjórum


Kópavogsbær leitar að ungum sýningarstjórum, krökkum sem búa í Kópavogi á aldrinum 8- 15 ára sem hafa áhuga á umhverfismálum, bókmenntum, listum og vísindum til að vinna með bænum að skemmtilegum verkefnum og viðburðum á næsta ári í kringum Vatnsdropann. Vatnsdropinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem tengir saman sígildar barnabókmenntir eftir H.C. Andersen, Tove Jansson og Astrid Lindgren við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Árið 2022 verður áhersla lögð á 15. markmiðið, Líf á landi.

Við hvetjum alla krakka á aldrinum 8-15 ára að sækja um og biðjum þau að svara einni spurningu í umsókninni: Hvernig mundir þú bjarga heiminum ef þú fengir að ráða í einn dag?

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember og umsækjendur mega skila inn umsókn á hvaða formati sem þeir kjósa (texta eða t.d. myndabandi) á netfangið: vatnsdropinn@kopavogur.is

Young curators. An exciting project for 8–15 year old students in Kópavogur.

Młodzi kustosze. Ekscytujący projekt uczniów w wieku 8–15 lat w Kópavogur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira