Lífríki Varmár í Mosfellsbæ

Út er komin skýrsla um lífríki Varmár í Mosfellsbæ sem unnin var fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Rannsóknin beindist að botnlífríki árinnar og var sjónum m.a. beint að árkafla þar sem sem fáeinum mánuðum áður hafði orðið umhverfisslys.
Lífríki árinnar var kannað á nokkrum stöðum, allt frá efstu byggðum (stöð 1) og niður að ármótum Köldukvíslar (stöð 6). Alls fundust í heildina 46 tegundir eða greiningarhópar. Fjöldi hópa og þéttleiki botndýra reyndist nokkuð mismunandi eftir stöðvum þótt sömu meginhópar fyndust víðast hvar.
Þegar horft var til fjölbreytileika- og jafnaðarstuðla reyndust hæstu gildin vera á stöðvum 1 og 3 og vekur stöð 3 sérstaka athygli vegna skaða sem væntanlega varð á lífríki árinnar vegna umhverfisslyss  tveimur mánuðum fyrir sýnatöku. Mesta einsleitni var hins vegar að finna á stöð 4 sem jafnframt hafði langmestan heildarþéttleika lífvera. Þetta ástand stafaði af miklum fjölda ána af tegundinni Nais barbata sem er þekkt fyrir nokkurt þol gagnvart lífrænni mengun og efnamengun.
Úttekt á lífríki Varmár í Mosfellsbæ
Niðurstöður ýmissa verkefna Náttúrufræðistofu Kópavogs

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Salurinn
11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira