Vatnsdropinn listahátíð
Vatnsdropinn listahátíð

Vatnsdropinn listahátíð

Það var margt um manninn þegar Vatnsdropinn Listhátíð var haldin við Menningarhúsin 23. apríl.

Ungir sýningarstjórar, grunnskólabörn í Kópavogi á aldrinum 8-14 ára sýndu þar verkefni sín og héldu vinnusmiðjur en undirbúningur hafði staðið yfir frá því í janúar. Unnu þau út frá norrænum klassískum barnabókmenntum, Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 15 um Líf á landi og umhverfismálum. 

Á bókasafninu var boðið upp á fræðslu um matarrækt, hlaðvarp um dýr í útrýmingarhættu og Ljóðabók náttúrunnar en í Gerðarsafni var það ljósmyndasýningin Óboðinn gestur sem fangaði augað. Á útisvæðinu gátu gestir smíðað dýr úr húsgögnum og afgangsefnivið ásamt því að sá fræjum til að rækta heima fyrir. 

Í ávarpi sínu sögðu hinir ungu sýningarstjórar frá hugmyndum og framkvæmd verka sinna, hvernig útkoman varð til, þá flutti Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ávarp en það voru börnin ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfisráðherra sem opnuðu hátíðina við mikinn fögnuð viðstaddra. 

Lína Langsokkur fræddi síðan gesti og gangandi um sýninguna með sínu nefi. 

Verk ungu sýningarstjóranna verða uppi næstu tvær vikurnar en þau eru grunnur að kennsluverkefnum sem boðin verða grunnskólum Kópavogs næsta vetur. 

Markmið Vatnsdropans er að gera börn að virkum þátttakendum í menningarstarfi bæjarins og með vinnu hinna ungu sýningarstjóra er lagður góður grunnur að því. 

Vatnsdropinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem Kópavogur stofnaði til og fékk H.C. Andersen safnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Undraland Ilon Wikland í Eistlandi til samstarfs við sig. Í öllum þessum samstarfssöfnum eru ungir sýningarstjórar að störfum og verða niðurstöður þeirrar vinnu kynnt seinna á árinu. Vatnsdropinn er þriggja ára samstarfsverkefni þessara menningarstofnana og lýkur því á næsta ári. 

Vatnsdropinn, ungir sýningarstjórar 2022 eru: 

Agla Björk Egilsdóttir 12 ára 
Ágústa Lillý Valdimarsdóttir 10 ára 
Birta Mjöll Birgisdóttir 10 ára 
Brynja S. Jóhannsdóttir 9 ára 
Elena Ást Einarsdóttir 10 ára 
Friðrika Eik Z. Ragnars 10 ára 
Héðinn Halldórsson 10 ára 
Inga Bríet Valberg 8 ára 
Karen Sól Heiðarsdóttir 10 ára 
Lóa Arias 10 ára 
Matthildur Daníelsdóttir 11 ára 
Sigurlín Viðarsdóttir 13 ára 
Sóllilja Þórðardóttir 10 ára 
Þóra Sif Óskarsdóttir 14 ára 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
25
sep
26
sep
Bókasafn Kópavogs
26
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira