Koffortin fljúgandi í grunnskólum Kópavogs

Koffortin fljúgandi er heiti á nýju farandverkefni Vatnsdropans sérhönnuðu fyrir grunnskólabörn í 1. – 7. bekk. Í koffortunum eru bækur, verkefni og leikir sem tengjast norrænum barnabókmenntum og tilheyra þema Vatnsdropans. Þau standa öllum grunnskólum Kópavogs til boða. Ætlunin er að tengja Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2023 við koffortin og Vatnsdropann.

Kynning í öllum grunnskólum bæjarins 
,,Við erum búin að fara í alla grunnskóla bæjarins með koffortin og kynna þau fyrir starfsfólki skólanna og hefur þeim verið einstaklega vel tekið, pantanir hrúgast inn en hver kennari getur haft koffortin í tvær vikur og getur pantað eitt þeirra eða öll í senn“ útskýrir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri Vatnsdropans. Hún segir að hér séu á ferðinni  verkfæri byggð á verkefnum ungra sýningarstjóra Vatnsdropans frá síðasta vetri þar sem þau unnu út frá klassískum norrænum barnabókmenntum og heimsmarkmiði nr. 15, Líf á landi. ,,Koffortin eru byggð á vinnu ungra sýningarstjóra, barna á aldrinum 8-15 ára, um þau málefni sem þau vildu leggja áherslu á og hvernig verkefni þau vildu bjóða öðrum börnum upp á. Það er okkur mikill heiður að geta boðið grunnskólum þetta verkefni og sérlega ánægjulegt að koffortin séu orðin að veruleika eftir margra mánaða vinnu barnanna. 

Mikil rannsóknarvinna 
Ingibjörg Gréta segir að ungu sýningarstjórarnir hafi farið í gegnum mikla rannsóknarvinnu síðasta vetur, þar sem þau hittu sérfræðinga á þeirra áhugasviði. Þannig hafi verið blásið til panel-umræðna, vinnusmiðja og ljósmynda- og vettvangsferða. Afraksturinn var sýndur á Vatnsdropahátíðinni í apríl, út frá þeim voru vinnusmiðjur þróaðar á Bókasafni Kópavogs í sumar sem að lokum urðu að koffortunum fljúgandi. ,,Það hefur verið dásamlegt að fylgja þessu verkefni eftir og sjá hugmyndir hinna ungu sýningarstjóra verða að veruleika“ segir Ingibjörg Gréta.,,Kópavogsbær hlaut viðurkenningu UNICEF um barnvænt samfélag fyrir nokkrum árum og Vatnsdropinn er eðlilegt framhald af því – að hlusta á, vinna með og valdefla börn“.  

Titill verkefnisins vísar til samnefndrar sögu danska rithöfundarins H. C. Andersen þar sem ungur maður ferðast um heiminn í koffortinu sínu og segir samferðarfólki sínu sögur. Sagnagleði söguhetjunnar varð kveikjan að nafni verkefnisins Koffortin fljúgandi sem byggjast á fjórum koffortum innblásnum af sögum Tove Jansson, H. C. Andersen og myndheim Ilon Wikland í bókum Astridar Lindgren. Hvert koffort inniheldur muni tengdum sögum höfundanna, bækurnar sjálfar og uppdrátt að leikjum eða verkefnum sem tengjast hverju þema fyrir sig. Koffortin verða þannig að framhaldi ævintýranna þar sem verkefnin eru innblásin hugarheimi þeirra.  

Koffortin veita innblástur 
Ennfremur er Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gerð sérstök skil í einu koffortanna og þau sett í samhengi við sagnaheim H. C. Andersen. Börnin kynnast Heimsmarkmiðunum út frá sögunum og geta nálgast ævintýrin út frá nýju sjónarhorni. Það kveikir spurningar um þróun samfélaga og þann tíma sem ævintýrin eru skrifuð á. Markmið koffortanna er að veita innblástur, tengja börnin við þá miklu gleði sem fylgir því að sleppa ímyndunaraflinu lausu og að vekja þau til umhugsunar en þær Anja Ísabella Lövenholdt og Magna Rún Rúnarsdóttir settu saman koffortin eftir verkefnum hinna ungu sýningarstjóra. 

Vatnsdropinn er alþjóðlegt barnamenningarverkefni, sem Kópavogsbær hafði frumkvæði að en samstarfssöfn eru H.C. Andersen safnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Undraheimur Ilon Wikland í Eistlandi. Verkefnið snýst um að valdefla börn, að þau komi að ákvarðanatöku um það sem börn vilja í menningarstarfi. Verkefnið er til þriggja ára en meginstefið er að tengja saman boðskap og gildi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við sígild skáldverk barnabókahöfundanna Tove Jansson, Astrid Lindgren og H. C. Andersen. Höfunda sem hafa kennt lesendum að bera virðingu fyrir náttúrunni, gefið innsýn í heim þeirra sem minna mega sín og hvernig má koma þeim til hjálpar.  

Auglýst eftir nýjum þátttakendum 
,,Undirbúningur fyrir þriðja og síðasta ár Vatnsdropans er hafinn og erum við að auglýsa eftir þátttakendum í verkefnið Ungir sýningarstjórar þessa dagana. Við hvetjum öll börn úr grunnskólum Kópavogs á aldrinum 8-15 ára að sækja um“ segir Ingibjörg Gréta. ,,Við hlökkum til vetrarins og að starfa með ungum sýningarstjórum sem ávallt hugsa út fyrir boxið og setja hinn norræna sagnaheim í nýtt samhengi“. 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira