Springum út á Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Barnamenningarhátíð í Kópvogi er haldin vikuna 18. – 22. apríl í Kópavogi með fjölbreyttum sýningum, smiðjum og uppákomum og mun dagskráin ná hápunkti með hátíðardagskrá sem fram fer laugardaginn 22. apríl í menningarhúsunum og í Smáralind.

Barnamenningarhátíð í Kópvogi er haldin vikuna 18. – 22. apríl í Kópavogi með fjölbreyttum sýningum, smiðjum og uppákomum og mun dagskráin ná hápunkti með hátíðardagskrá sem fram fer laugardaginn 22. apríl í menningarhúsunum og í Smáralind.

Hátíðin mun opna við hátíðlega athöfn á Bókasafni Kópavogs kl. 10:00 þriðjudaginn 18. apríl þar sem 120 leikskólabörn munu mæta og opna sýningu sína Þar sem sögur gerast og ævintýr. Margrét Eir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari munu taka á móti börnunum og öðrum gestum opnunarinnar með ljúfum tónum.

Textaverk, bróderí og ljóðasýningar eftir hundruð unga Kópavogsbúa

Á neðri hæð Gerðarsafns verður á að líta sýning á textaverkum eftir unglinga úr Kársnesskóla, unnin undir leiðsögn myndlistarkvennanna Melanie Ubaldo og Dýrfinnu Benitu Basalan en verk krakkanna eru innblásin af sýningunni Að rekja brot sem þar stendur nú yfir.

Á Bókasafni Kópavogs má sjá litríkar sýningar á skapandi starfi leikskóla í Kópavogi, skemmtilegum útsaumsverkum eftir unglinga úr Snælandsskóla og alls konar ljóð sem samin voru af börnum víðs vegar um Kópavog fyrir Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.

Splunkunýtt barnamenningarverkefni ÞYKJÓ um sjónskynjun

Á Lindasafni má svo sjá á annað hundrað vatnslitaverk sem hverfast um augu. Augu og sjónskynjun eru líka í forgrunni Náttúrufræðistofu en þar verður glænýtt barnamenningarverkefni eftir hönnunarteymið ÞYKJÓ kynnt til sögunnar. Verkefnið er í formi fallegs heftis með fróðleik og skapandi leikjum sem tengist sjónskynjun.  Börn úr grunnskólum Kópavogs heimsækja Náttúrufræðistofu í Barnamenningarviku, fá leiðsögn um sýninguna út frá sjónskynjun og skilja eftir sig listaverk í formi augna sem hægt verður að njóta í uppskeruveislu.

Náttúran sem sögupersóna í Smáralind

Í Smáralind verður sýning á verkum sem innblásin eru af norrænum barnabókahöfundum og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og verður boðið upp á skemmtilegar klippimyndasmiðjur í anda H. C. Andersen í tilefni sýningarinnar sem er unnin undir merkjum Vatnsdropans sem er stórt alþjóðlegt samstarverkefni Kópavogsbæjar.

Trúðavinkonur og ný sýning frá Sirkus Ananas

Laugardaginn 22.apríl verður glæsileg og fjörug dagskrá í menningarhúsunum. Tónlistin mun duna í flutningi Skólahljómsveitar Kópavogs, barna- og skólakóra úr Smáraskóla og Kársnesskóla og marimbasveitar Smáraskóla og dansdúettinn Friðrik Agni og Anna Claessen leiða diskódans fyrir alla fjölskyklduna. Trúðavinkonurnar Silly Suzie og Momo verða á vappi um svæðið og bjóða klukkan 13 upp á fallega sýningu í Gerðarsafni sem snýst um samskipti og tungumál.

Vinátta og tengsl eru líka yrkisefnið í nýrri sýningu Sirkus Ananas sem heitir Springum út og verður sýnd í Salnum á laugardegi klukkan 14. Þar verður boðið upp á hrífandi loftfimleika, trúðalæti og töfra en Sirkus Ananas skipa þau Daníel, Urður Ýrr og Kristinn Karlsson.

Friðartjald, friðardúfur, klippismiðja og krakkaleiðsögn

Á laugardegi verður auk þess boðið upp á fallegar sköpunarsmiðjur í menningarhúsunum. Þar verður hægt að búa til friðardúfu og skapa friðartjald, gera klippimyndir í anda verka á sýningunni Að rekja brot og Örn Alexander Ámundason myndlistarmaður verður með krakkaleiðsögn um sýninguna klukkan 15.

Það verður svo sannarlega eitthvað fyrir alla á Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2023 og er ítarleg dagskrá hátíðarinnar aðgengileg á meko.is.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira