Tónleikar í heimahúsum

Tónleikar í Hlíðarhjalla og Naustavör.

Í maímánuði býðst Kópavogsbúum að mæta á tónleika í heimahúsum með tónlist eftir tónskáldið Michel Legrand. Tónleikarnir eru tvennir og voru fyrri tónleikarnir haldnir 9. maí í Hlíðarhjalla og eru þeir seinni 16. maí í Naustavör.

Að tónleikunum standa Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari en þau hafa flutt tónlist Legrand undanfarin ár og munu þau senda frá sér geisladisk með tónlistinni í haust. Lögin á tónleikunum verða öll flutt á íslensku og eru textarnir samdir af Árna Ísakssyni og Braga Valdimari Skúlasyni.

Söngleikir og kvikmyndatónlist

Michel Legrand er franskt tónskálds sem er einna helst þekktur fyrir að hafa samið söngleiki og kvikmyndatónlist. Hann hóf feril sinn ungur í Frakklandi og sló í gegn þegar hann samdi tónlistina við kvikmyndina Regnhlífarnar í Cherbourg og kjölfarið tók við mjög farsæll ferill við gerð kvikmyndatónlistar. Hann hefur þrisvar sinnum fengið Óskarsverðlaunin og fimm sinnum Grammyverðlaunin. Legrand hefur gefið út meira en 200 plötur og átt lög í 150 kvikmyndum en ámeðal hans þekktari lögum er Windmills of your mind úr kvikmyndinni The Thomas Crown affair, I will wait for you úr myndinni The Umbrellas of Cherbourg og You must believe in spring úr myndinni The Young Girls of Rochefort.  

„Tónlist Legrand er einstaklega fögur en líka krefjandi í flutningi. Við þekktum bæði mikið af lögunum hans og fannst spennandi að flytja hana saman,“ sögðu Heiða og Gunnar þegar þau voru spurð af hverju þau völdu tónlist Legrand. „Við höfum áður flutt tónleika með tónlist Legrand þar sem lögin voru flutt á ensku en síðar fengum við Árna Ísaksson pabba Heiðu til þess að semja nýja íslenska texta við 10 lög.  Bragi Valdimar var búinn að semja tvo texta sem við fengum að nota en fyrirhugað er að gefa þessi 12 lög út í haust,“ bætti Gunnar við.

Heiða og Gunnar vildu fara nýja leið í tónleikahaldi og völdu að flytja tónleikana á heimilum að Hlíðarhjalla og Naustavör. „Okkur langaði að flytja lögin í mikilli nánd við tónleikagesti og voru heimatónleikar upplagðir fyrir það.  Vinkona mín á fallegt hús í Kópavogi og bauð hún okkur að koma að flytja tónlistina í stofunni hjá sér.  Síðan bauðst okkur að vera á öðru fallegu heimili í Kópavogi,“ sagði Heiða þegar spurð útí staðsetningu tónleikanna.

Vegna þess að tónleikarnir verða í heimahúsum og það eru takmörkuð sæti þarf að skrá sig á tónleikana með því að senda póst á meðfylgjandi netfang: heidaoggunni@gmail.com

Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR