Mannabreytingar á sviði tæknimála í Salnum

Nýr tæknimaður hefur verið ráðinn til starfa

Páll Einarsson hefur látið af störfum sem tæknimaður Salarins eftir farsæl ár í starfi. Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf og vináttuna. Í hans stað hefur Birgir Jón Birgisson, eða Biggi, verið ráðinn.

Biggi er með bachelorpróf í upptökutækni frá School of Audio Engineeringí London og diplómapróf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur áralanga reynslu sem tæknimaður og sem hljóðmaður. Hann starfaði sem tæknimaður hjá RÚV við útsetningar, upptökur og framleiðslu, dagskrárgerð, fréttavinnslu og fleira.

Birgir hefur unnið sem hljóðmaður á tónleikum, mest fyrir tónlistarmanninn Mugison, en einnig fyrir Sigur Rós, Pétur Ben, Amiinu ofl.

Birgir átti og rak hljóðverið Sundlaugina í Mosfellsbæ þar sem hann starfaði sem hljóðmaður og við gerð hljómplatna, kvikmynda, tónleika, sjónvarps- og útvarpsútsendinga. Sá hann jafnframt um hönnun á upptökukerfum bæði stafrænum og hliðrænum, um viðhaldsvinnu og bilanagreiningar.

Samkvæmt Didda, píanóstilli og umsjónarmanni flygla Salarins, er hann Biggi: „…bara alger snillingur, og mjög góður strákur.“ Það eru meðmæli í lagi.

Við bjóðum Bigga velkominn til starfa.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR