Í leit að Gerði

Getur verið að þú eigir verk eftir Gerði Helgadóttur?

Listaverk er að finna á óvæntustu stöðum og stundum þarf aðstoð við að finna þau. Gerður Helgadóttir var afkastamikil og margslungin listakona, sem lagði allt undir þegar kom að listinni. Í safneign Gerðarsafns má finna rúmlega 1400 listaverk úr afar fjölbreyttum stíl og efnivið á árunum 1945-1975- skúlptúra úr járni, gifsi og brons; steinda glugga, mósaíkverk, portréttmyndir og skissur. 

Nú á þrítugasta afmælisári Gerðarsafns erum við að kortleggja verk Gerðar og biðlum við í Gerðarsafni til almennings að hafa augun opin í kringum ykkur, í Góða hirðinum, spyrja ömmu út í víraverkið í borðstofunni og skrolla faglega á Facebook.

Ef þú veist um verk eftir Gerði Helgadóttur mátt þú endilega taka mynd og sendu okkur línu á gerdarsafn@kopavogur.is.   

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
ágú
Gerðarsafn
09
ágú
Bókasafn Kópavogs
10
ágú
Menning í Kópavogi
11
ágú
Bókasafn Kópavogs
11
ágú
16
ágú
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR