Gaumgæfa

Y Gallerí – Opnun

Laugardaginn 14.des kl.15 opnar sýningin Gaumgæfa í Y gallery á verkum Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Loja Höskuldssonar og Sigurðar Atla Sigurðssonar. Verkin á sýningunni eru unnin í samtali milli listamannana undanfarið ár auk þess að vera unnin með sýningarrými Y í huga, sem er sérstakt að því leiti að galleríið er staðsett á bensínstöð í bílakjallara í Hamraborg. Arkitektúr bensínstöðvarinnar er óhefðbundinn með gluggum á öllum hliðum og einungis einum sýningavegg. Listamennirnir velta fyrir sér eðli listhluta sem sýningargripa, hvernig hugmyndir eru formgerðar og hlutir gaumgæfðir.

Ásta Fanney Sigurðardóttir er talin einn af fremstu gjörningalistamönnum landsins og var nýlega valin til að sýna fyrir hönd Íslands á Fenyjatvíæringnum. Helga Páley hefur vakið athygli fyrir áhugavert myndmál í málverkum, teikningu og skúlptúr og sýnt meðal annars í Ásmundarsal og Listasafni Reykjanesbæjar. Sigurður Atli er þekktur fyrir formhrein prentverk og hefur á þessu ári haldið einkasýningar á Listasafni Ísafjarðar og Listasafni Akureyrar. Útsaumsverk Loja Höskuldssonar eru landsmönnum vel kunnug, þar sem hann notar hversdagslega hluti úr náttúrunni og eigin menningarheimi til að skapa frásögn á myndfletinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira