Dagar ljóðsins

Venju samkvæmt veitir Kópavogsbær Ljóðstaf Jóns úr Vör á afmælisdegi skáldisns 21. janúar. Í tilefni þess efnum við til ljóðaveislu sem ber yfirskriftina Dagar ljóðsins og stendur yfir frá 21. – 25. janúar.

Ljóðstafur Jóns úr Vör – 21. janúar kl. 18 í Salnum 
Afhending verðlauna og viðurkenninga í Ljóðstaf Jóns úr Vör og Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Hildigunnur Einarsdóttir, Guðrún Dalía Salómonsdóttir og hljómsveitin Brek flytja tónlist við ljóð eftir Jón úr Vör. Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.

 
Ljóðaandrými  –  21. – 25. janúar á Bókasafni Kópavogs – Beckmannstofu
Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi. Ljóðskáldin eru Ásdís Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Valdimar Tómasson.


Skáldin lesa – 22. janúar. kl. 17 á Bókasafni Kópavogs
Skáldin Guðrún Hannesdóttir, Halla Þórðardóttir, Jón Hjartarson og Linda Vilhjálmsdóttir lesa úr bókum sínum fyrir gesti og gangandi á notalegri ljóðastund á safninu. Léttar veitingar í boði. Frítt inn og öll velkomin.


Ljóðakvöld Blekfjelagsins kl. 20 í fordyri Salarins
Í samstarfi við Daga ljóðsins í Kópavogi býður Blekfjelagið gestum og gangandi, áhugasömum og forvitnum að hlýða á ljóðalestur.  Fram koma Elín Elísabet Einarsdóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sölvi Halldórsson, Védís Eva Guðmundsdóttir, Vala Hauksdóttir og Þórdís Helgadóttir. Léttar veitingar og notaleg stemning
 

Söngstund með Margréti Eir – 25. janúar kl. 14 á Bókasafni Kópavogs 
Nærandi tónleikar fyrir börn og fjölskyldur þar sem flutt verður ljúf og skemmtileg tónlist og leitað í íslenska ljóða- og textahefð.  

 
 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
apr
Salurinn
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Gerðarsafn
04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira