Dagar ljóðsins

Venju samkvæmt veitir Kópavogsbær Ljóðstaf Jóns úr Vör á afmælisdegi skáldisns 21. janúar. Í tilefni þess efnum við til ljóðaveislu sem ber yfirskriftina Dagar ljóðsins og stendur yfir frá 21. – 25. janúar.

Ljóðstafur Jóns úr Vör – 21. janúar kl. 18 í Salnum 
Afhending verðlauna og viðurkenninga í Ljóðstaf Jóns úr Vör og Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Hildigunnur Einarsdóttir, Guðrún Dalía Salómonsdóttir og hljómsveitin Brek flytja tónlist við ljóð eftir Jón úr Vör. Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.

 
Ljóðaandrými  –  21. – 25. janúar á Bókasafni Kópavogs – Beckmannstofu
Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi. Ljóðskáldin eru Ásdís Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Valdimar Tómasson.


Skáldin lesa – 22. janúar. kl. 17 á Bókasafni Kópavogs
Skáldin Guðrún Hannesdóttir, Halla Þórðardóttir, Jón Hjartarson og Linda Vilhjálmsdóttir lesa úr bókum sínum fyrir gesti og gangandi á notalegri ljóðastund á safninu. Léttar veitingar í boði. Frítt inn og öll velkomin.


Ljóðakvöld Blekfjelagsins kl. 20 í fordyri Salarins
Í samstarfi við Daga ljóðsins í Kópavogi býður Blekfjelagið gestum og gangandi, áhugasömum og forvitnum að hlýða á ljóðalestur.  Fram koma Elín Elísabet Einarsdóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sölvi Halldórsson, Védís Eva Guðmundsdóttir, Vala Hauksdóttir og Þórdís Helgadóttir. Léttar veitingar og notaleg stemning
 

Söngstund með Margréti Eir – 25. janúar kl. 14 á Bókasafni Kópavogs 
Nærandi tónleikar fyrir börn og fjölskyldur þar sem flutt verður ljúf og skemmtileg tónlist og leitað í íslenska ljóða- og textahefð.  

 
 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
03
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

03
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
06
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira