Styrmir Örn gerir nýtt ljóslistaverk fyrir Kópavogskirkju

Styrmir Örn Guðmundsson sýnir glænýtt verk sitt Ó-ljós á Safnanótt í Kópavogi. Verkinu verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju, föstudagskvöldið 7. febrúar frá 18 – 24 og aftur á sama tíma laugardagskvöldið 8. febrúar.

Í verkinu gerir listamaðurinn tilraunir með teikningu og fleiri miðla svo til verða hreyfanleg vídeómálverk. Gömul og ný tákn gegna hlutverki og huglægar skírskotanir í trú, trúleysi og manngildi koma við sögu.

Styrmir er fæddur árið 1984 í Reykjavík. Hann nam myndlist við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam á árunum 2005 – 2012. Hann vinnur þvert á miðla og hefur sýnt víða um heim.

Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar styrkir Safnanótt í Kópavogi.

Brot úr verki í vinnslu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
01
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
30
okt
Salurinn
30
okt
Bókasafn Kópavogs
30
okt
Bókasafn Kópavogs
31
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR