Styrmir Örn Guðmundsson sýnir glænýtt verk sitt Ó-ljós á Safnanótt í Kópavogi. Verkinu verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju, föstudagskvöldið 7. febrúar frá 18 – 24 og aftur á sama tíma laugardagskvöldið 8. febrúar.
Í verkinu gerir listamaðurinn tilraunir með teikningu og fleiri miðla svo til verða hreyfanleg vídeómálverk. Gömul og ný tákn gegna hlutverki og huglægar skírskotanir í trú, trúleysi og manngildi koma við sögu.
Styrmir er fæddur árið 1984 í Reykjavík. Hann nam myndlist við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam á árunum 2005 – 2012. Hann vinnur þvert á miðla og hefur sýnt víða um heim.
Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar styrkir Safnanótt í Kópavogi.

