Metfjöldi, menning og samfélag

Metfjöldi gesta á Bókasafni Kóavogs
Árið 2024 sóttu 203.468 manns Bókasafn Kópavogs heim. Það gera að meðaltali 672 gesti á dag, þá daga sem safnið var opið á árinu. Með þessum fjölda var sett aðsóknarmet á Bókasafn Kópavogs árið 2024, en bókasafnið samanstendur af aðalsafni í Hamraborg 6a og Lindasafni í Núpalind 7.

Bókaboxið eins og póstbox fyrir bækur
Auk þess tókum við á haustmánuðum í notkun fyrsta bókabox Íslands, sem er staðsett í Vallakór. Bókaboxinu má líkja við póstbox, þar sem hægt er að panta sér bækur eða önnur lánsgögn á leitir.is og sækja í bókaboxið. Stöðugur vöxtur er í fjölda útlána í bókaboxinu og standa þær tölur fyrir utan áðurnefndan heimsóknafjölda.

Fjöldi útlána
Útlán á árinu voru samtals tæp 147.000 og sjáum við aukningu þar frá árinu áður. Var júlí sá mánuður sem flest gögn lánuðust, en sl. sumar voru margir spennandi titlar gefnir út og má geta líkum að því að margar bókanna hafi verið lesnar á ströndinni eða uppi í bústað. Næst flestar bækur lánuðust í október og nóvember þegar byrjað er að gefa út jólabækurnar. Fyrir jólin var jafnframt lengsti biðlisti eftir einni bók sem við höfðum áður séð.

Bókasafnið í nútímasamfélagi
Hlutverk bókasafna hefur breyst í gegnum árin. Nú til dags má líta á þau sem menningarmiðstöðvar, samkomustaði og staði til að sækja sér almenna afþreyingu og þjónustu. Menningin blómstar í Kópavogi sem aldrei fyrr, en árið 2024 héldum við á Bókasafni Kópavogs samtals 363 viðburði og sóttu viðburðina samtals 15.279 manns. Til samanburðar voru haldnir 208 viðburðir árið 2023 sem gerir 43% aukningu á milli ára. Við kunnum öllu okkar góða listafólki, viðburðaskipuleggjendum og gestum góðar þakkir fyrir þátttöku þeirra í þessum viðburðum. Frítt er inn á alla menningarviðburði á vegum bókasafnsins sem stuðlar að inngildingu og því að öll geti notið menningar, óháð þjóðfélagsstöðu eða fjárhag.

Þegar við tökum saman þessar tölur skín í gegn þakklæti til allra okkar frábæru gesta. Hér á bókasafninu þrífst samfélag þar sem öll eru velkomin og er safnið heimili að heiman fyrir mörg okkar. Hér er hægt að hvíla sig frá amstri dagsins með bók eða handavinnu í hönd, við spil á þriðju hæð, með vinahópnum eða með börnunum í einhverju af fjölmörgum notalegum rýmum barnadeildarinnar.

Hér er samkomustaður ýmissa hópa og er bókasafnið svo fastur punktur í tilveru margra að uppi verður fótur og fit þegar frídag ber upp á föstum heimsóknardögum sumra hópanna okkar.

Gífurlegur fjöldi heimsókna er ekki að ástæðulausu, því hér ríkir hlýja og gott andúmsloft, sem er okkar frábæru gestum að þakka. Við starfsfólkið á bókasafninu erum afar þakklát fyrir okkar fallega samfélag sem er í stöðugum vexti. Takk fyrir okkur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
09
mar
Bókasafn Kópavogs
09
mar
Gerðarsafn
10
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

10
mar
Bókasafn Kópavogs
11
mar
Bókasafn Kópavogs
11
mar
Bókasafn Kópavogs
11
mar
Bókasafn Kópavogs
12
mar
Bókasafn Kópavogs
12
mar
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira