Við hlökkum til þess að sjá þig í Kópavogi!

Við erum spennt að kynna fyrir ykkur vetrardagskrána segir Lísa Valdimarsdótttir forstöðumaður Bókasafnsins í Kópavogi en hún, Axel Ingi Árnason, forstöðumaður Salarins og Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns og Náttúrfræðistofu munu kynna vetrardagskrána með Evu Ruzu, laugardaginn 13.september.

Dagskráin hefst kl 13:30 og munum við fara yfir alla þá spennandi viðburði sem eru í vetur hjá okkur, heldur Lísa áfram. Eva er svo skemmtileg og hún ætlar að leiða okkur í gegnum þetta og við sýnum ykkur valin dæmi úr dagskránni.

Menningarhúsin og viðburðir undir merkjum Mekó voru hátt í 700 í fyrra og aðsóknarmet slegin í öllum húsum. Náttúrfræðistofan er mikið aðdráttarafl og er það ljóst að þessi gríðarlega auking gesta sem má rekja til þeirra frábæru breytinga sem farið var. Enn er verið að bæta við starfsemina en sem dæmi má nefna hefur Vísindaskólinn verið mjög vinsæll, en það er vísindasmiðja sem leidd er af Huldu Björk Bigissdóttur eftirmiðdaginn á miðvikudögum.

Eins er barnadeildin mjög vinsæl, sérstaklega fyrir yngstu gestina á morgnana, rýmið býður upp á rannsókn og rólegheit þannig að foreldrar geta notið þess að fylgjast með börnum sínum í þægilegu og öruggu rými. Skólahóparnir fylla svo flesta morgna með heimsóknum sínum, en starfsfólk bókasafnsins býður upp á fræðslu í spennandi umhverfi.

Aðsókn á Gerðarsafn hefur einnig aukist og má alltaf treysta á að sjá spennandi sýningar, fá leiðsagnir frá listamönnum, sýningarstjórum og listfræðingum. Eins heldur Gerðarsafn úti mikilli fræðlsu bæði fyrir skólahópa og fyrir almenning.

Salurinn hefur heldur betur sótt í sig veðrið og hefur dagskrá vetrarins sjaldan verið jafn glæsileg. Vinsælu tónleikaraðirnar halda áfram auk þeirra fjölmörgu listamanna sem munu koma fram. Salurinn er að færa út kvígarnar og nú er hægt að bóka hann fyrir ýmsa viðburði, svo sem ráðstefnur, fundi og veislur. Þetta er verkefni í þróun og mun verða kynnt síðar á árinu.

Hér er aðeins smá smakk að því sem koma skal en við hvetjum ykkur öll til þess að koma og hitta okkur á laugardaginn, leika ykkur með okkur og njóta samvista í fallegu menningarhúsunum okkar Kópavogsbúa, segir Lísa með bros á vör.

Frítt er inn á alla viðburði á sýningar Gerðarsafns í tilefni dagsisn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Salurinn
10
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
12
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR