Íslenski safnadagurinn sunnudaginn 11. júlí

Íslenski safnadagurinn í ár verður haldinn sunnudaginn 11. júlí og ber yfirskriftina Fyrir fjölskylduna. Á Náttúrufræðistofunni verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Magnúsar Árnasonar AF LIFUN og sérstök kynning verður fyrir krakka á hinum einstaka kúluskít sem lifir í Mývatni. Dagskráin hefst kl. 15.00. Á safnadeginum verða sýningasalir Náttúrufræðistofunnar opnir eins og venja er á sunnudögum milli kl. 13 og 17 og aðgangur er sem fyrr ókeypis.
mynd213.jpg
Í tilefni af Íslenska safnadeginum, sunnudaginn 11. júlí, verður boðið upp á umræðu og fræðsludagskrá í Náttúrufræðistofu Kópavogs í tengslum við sýningu Magnúsar Árnasonar Af lifun. Dagsskráin hefst stundvíslega klukkan 15:00.
Fyrirlestur um kúluskít: Dr. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúrufæðistofunnar heldur stutt erindi um kúluskít, einu af sérstæðustu fyrirbærum í náttúru landsins, sem aðeins er þekkt í þremur stöðuvötnum á jörðinni – Mývatni, í Akanvatni á Hokkaido eyju í Japan og Öisuvatni í Eistlandi.
Upplestur úr bréfum: Oddný Eir Ævarsdóttir heimspekingur og rithöfundur les upp úr bréfum til listamannsins.
Leiðsögn um sýninguna Af lifun: Listamaðurinn Magnús Árnason gengur um sýningu og ræðir við gesti um það sem fyrir augum ber ásamt sýningarstjórunum Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur og Hilmari J. Malmquist. Listir og vísindi eru ólíkar en þó skyldar greinar og hefur saga þeirra oft á tíðum verið samtvinnuð. Á sýningunni Af lifun eru könnuð tengsl þessara tveggja greina þar sem unnið er út frá sýningarsafni og starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs og veitt innsýn í fegurð hins vísindalega rannsóknarferlis.
Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi og sinna fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum, einkum á sviði vatnavistfræði. Með því að varpa ljósi á skörun þessara tveggja greina er ætlað að beina sjónum okkar að flóknu samlífi náttúrunnar og hinu manngerða, staðreyndum sögunnar og skáldskaparins. Hugmyndin um það sem við trúum á hverju sinni er síbreytileg. Vísindalega sönnuð staðreynd getur síðar snúist í skáldskap, en þó aðeins eftir að heimsýn okkar hefur verið kollvarpað og við áttum okkur á því að jörðin er ekki lengur flöt.
Sýningin Af lifun stendur til 15. september. Hér má kynnast verkum Magnúsar Árnasonar.
Íslenski safnadagurinn er haldinn annan sunnudag í júlí ár hvert. Markmiðið er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar á upplýsingum um hin sameiginlegu verðmæti þjóðarinnar. Safnaráð sér um samræmda kynningu á dagskrá Íslenska safnadagsins og verður hún auglýst sameiginlega af ýmsum söfnum landsins í Morgunblaðinu laugardaginn 10. júlí.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

11
maí
Salurinn
15:00

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

12
maí
Bókasafn Kópavogs
12:00

Sögustund með rithöfundi 

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

15
maí
Bókasafn Kópavogs
16:30

Rabbað um erfðamál

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR