Handhafi Gerðarverðlaunanna 2022

Finnbogi Pétursson hlaut Gerðarverðlaunin við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í gær, 14. desember. Verðlaunin voru veitt í þriðja sinn og hlýtur Finnbogi viðurkenninguna fyrir ríkulegt framlag sitt til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Mikil stemning var á afhendingunni þar sem Ghostigital tróð upp í fyrsta sinn í sex ár og tók listamaðurinn óvænt þátt í tónlistarflutningi með tvíeikinu.

Finnbogi Pétursson býr yfir einstakri sýn á heiminn og eðli hans. Í áratugi hefur hann leitast við að gefa hljóðbylgjum sjónrænt form. Til þess hefur hann notað vatn, ljós, rafmagn í alltumlykjandi innsetningum. Verk hans vekja áhorfandann til meðvitundar og fá hann til að velta fyrir sér eigin skynjun, veru sinni í rýminu, náttúrunni og alheiminum.

Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk. Verðlaunin spretta upp úr sérstöðu Gerðarsafns, sem safn stofna til heiðurs listakonu sem braut blað í sögu höggmyndalistar hérlendis og átti kröftugan feril þrátt fyrir stutta ævi.

Gerðarverðlaunin eru veitt með stuðningi Lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar og nema 1.000.000 til stuðnings við listsköpun verðlaunahafans. Dómnefnd Gerðarverðlaunanna skipa myndlistarmennirnir Kristinn E. Hrafnsson og Svava Björnsdóttir ásamt Brynju Sveinsdóttur, forstöðumanni Gerðarsafns.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn

Sjá meira