Ég sný mér við og ligg á bakinu
Ég heyri hljóðlátt píanóspil – spila fyrir mig
Fyrir ofan fljóta blöðin í hægum sveip
Gul og björt, eins og sólin sem skilur eftir hlýja kossa á kaldri húð minni
Blað snertir húð mína mjúklega
Feimið og hrætt, eins og ég myndi brotna
Umkringdur gulum blómum, heyri égþau hvísla að mér
„Ég er hér“.
Alexander Aron Karenarson
9. bekk, Lindaskóla
Eitt tré
Ekki neitt meira
Bara eitt tré
Það þarf ekkert meira
Einungis eitt tré
Og einn lítill fugl
Ofan á litlum steini
Það þarf ekkert meira
Á þessari litlu jörð
Það er ekkert meira
Heiðar Þórðarson
9. bekk, Lindaskóla
Þegar flöktandi form frjósa í fjölbreytilegri endurtekningu, stendur þú eftir með óð til myrkursins.
Þorbjörn Úlfur Viðarsson
8. bekk, Álfhólsskóla
Álfamær
Hér undi forðum álfamær
sem uppheimsljósið þekk
og gullinbrydd var skikkjan skær
og hún stjörnu bjarta á enni bar.
Dagurinn
Dagur er góður, góður er Dagurinn.
Dagurinn er sérstakur. Dagurinn er eitt sem við
eigum, eitthvað sem við kaupum ekki.
En Dagurinn kemur með sólinni.
Fagra skrímsli
Fagra skrímsli, þú ert svo svo
flottur, eins og Ísland. Það er mjög sérstakt. Og það er mjög mjög
gaman að sjá þig að brosa fagra
skrímsli. Og ég verð glöð þegar ég
heyri þig hlæja og það er mjög
skemmtilegt þegar þú segir mér
brandara. Ég sé þig stundum leiðan
en þá mun ég hugga þig. Þú ert besti vinur minn.
Ha. Hvað sagðirðu?
Hvort kom appelsínugulur eða appelsína á undan?
Eggið eða hænan?
Endirinn og lífið er framundan!
Höfum við pokann alltaf vistvænan?
Verður áfengi aftur bannað?
Hvað er eiginlega klukkan?
Er hafið fullkannað?
Bráðum kemur hrukkan!
Börkur býr til blað
Og Valur flýgur
Úlfur stekkur í blóðbað
Húni berst við tígur
Vá hvað égþarf að pissa
Hvað í lífinu lærðirðu?
Hár hvellur líklegast byssa
Ha. Hvað sagðirðu?
Jól
Jólaklukkurnar klingja og falleg ljós á trénu lýsa okkur í
myrkrinu. Börnin syngja jólalög og lengst inni í myrkrinu
leynist hlýja. Og inni í húsi eru fjölskyldur að opna pakka.
En börnin smá þurfa flík í gjöf, því annars kemur
jólakötturinn og tekur þau.
LÍFIÐ
Lífið er eins og fótbolti,
þú þarft kjark, sjálfstraust
og hugrekki til að sigra leikinn.
Lífið er eins og fótbolti,
þú lendir í meiðslum,
mótbyr
og árekstrum
en þú heldur samt
alltaf áfram.
Taktu hverja æfingu
og hvern leik
eins og hann sé þinn seinasti.
Vondur tími, réttur staður
Ég hélt alltaf að við værum eins og himinninn og stjörnurnar
Svo langt í burtu en svo nálægt hvort öðru
En nú sé ég að við vorum líkari sólinni og tunglinu
Svo nálægt hvort öðru en aldrei þarna á réttum tíma
Samt segir fólk að sólin og tunglið séu svo ólík
En eru samt alltaf skráð í sögubækur sem hlutir ætlaðir hvort öðru til endaloka
Samt var þetta vondur tími en réttur staður
Dómnefnd skipuðu Kristín Svava Tómasdóttir, Anton Helgi Jónsson og Þórdís Helgadóttir
Kex | Tímalengd | Lýsing |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |