Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2022

Friðjón Ingi Guðjónsson

1. SÆTI

Hugmynd

Allar hugmyndir mínar renna út í bláinn ásamt fuglunum og fiskunum. Þær fljúga hátt og synda lágt. Þangað til þær snúa við. Og koma til mín seint um nótt, ég sem ætlaði að sofa.

Friðjón Ingi Guðjónsson
10. bekk, Álfhólsskóla

Sóley June Martel

2. SÆTI

Þegar maður leggst í mosa

Ég labba á mosa.
Hann kallar á mig,
ég leggst niður.
Vindur gnauðar yfir höfði
en snertir ekki mig.
Ég sé haförn fljúga yfir mig,
svo stór og sterkur fugl.
Sér mig ekki.

Sóley June Martel
6. bekk Salaskóla

LUKASZ TADEUSZ KRAWCZYK

3. SÆTI

Lífið

Í dag hef ég uppgötvað
að með hverri hugleiðslu
getur vöðvi andlega hjartans orðið sterkur, sterkari, sterkastur

Lukasz Tadeusz Krawczyk
9. bekk Álfhólsskóla

SÉRSTAKAR VIÐURKENNINGAR

Jóhanna Líf Heimisdóttir 6. bekk Hörðuvallaskóla

Fuglinn flýgur

Fuglinn flýgur upp í loftin blá
fer til Spánar
í hitann
fuglinn flýgur fuglinn flýgur

Er með dindil inní sér
og flýgur inn
í töfralandið
með risastóru eyrun sín
inn í töfralandið
fuglinn flýgur þar

Fuglinn flýgur fuglinn flýgur
upp á hól

fuglinn flýgur eins og krummi flýgur

Nína Rut Þorvarðardóttir, 6. bekk Hörðuvallaskóla

Jólin í fyrra

Það er komið sumar
og sólin skín,
en ég mun aldrei gleyma
jólunum í fyrra.

Högni Freyr, 6. bekk Hörðuvallaskóla

Krumminn

Krumminn leitar að matnum sínum.
Krumminn spyr tröllið
en það vissi ekki hvar
maturinn hans krumma var.

Svo flýgur krumminn yfir fjallið.

Hrafnhildur Freyja Einarsdóttir, 10. bekk Álfhólsskóla

Mamma

Þegar ég er leið, ert þú mín skeið
skóflar mér upp af gólfinu
og tekur utan um mig

Orð þín eru hlý og góð
eins og ullarsokkar og kuldaskór
Þú ert eins og sólin bjarta
alveg eins og orðin þín
Þú ert besta mamma mín
og ég verð alltaf stelpan þín

Dagur Andri Svansson, 5. bekk Salaskóla

Vettlingur

Einhver týndi vettlingi
Vettlingurinn er kaldur

Hann er frosinn
Hann er umkringdur steinum

Laufin eru búin að falla

Áróra Ingibjörg Magnúsdóttir, 7. bekk Salaskóla

Stelpan

Ég horfði á hana.

Hún var svo ljót.
Skökku, gulu tennurnar.
Dökku baugarnir.
Flókið hárið.
Þurru varirnar sem blæddu á meðan flögur duttu af þeim.
Dofin í andliti.
Marblettir um allan líkamann.
Mig langaði að kýla hana en þá myndi spegillinn brotna

Dómnefnd skipuðu Ásta Fanney Sigurðardóttir,  Anton Helgi Jónsson og Kristín Svava Tómasdóttir.