Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2020

1. SÆTI

Svarthol

Svarthol eru svört,
og draga að sér ljós,
en ekki nógu sterk,
til þess að draga að sér,
mína sál.

Ingimar Örn Hammer Haraldsson

2. SÆTI

Grimma tréð

Tré gerir súrefni
ræktum tré
ég elska trén

Andlit í trénu
manneskja í trénu.
munnur í trénu
augu í trénu

Arnór Snær Hauksson

3. SÆTI

Draumaland

Þú labbar áfram og sérð hvíta strönd
og himinbláan sjó
Þú labbar að sjónum
Þú dýfir tánum ofan í
Það er skrítin tilfinning.
Allt í einu ertu toguð í sjóinn.
Þú vaknar og það er myrkur.
Þú lítur upp og sérð norðurljósin dansa.
Þú lyftist upp í þau
Þar bíður hestur
þú horfir betur, hann er með horn
Þér er lyft á bak og hann svífur með þig burt.

Ragnheiður Jónasdóttir og Steinunn María Gunnarsdóttir