Hefur þig einhvern tímann langað til að upplifa list á meðan þú sefur?
Onirisme Collectif er alþjóðlegur hópur listamanna sem skipuleggur næturlangar sýningar sem kanna draumheima. Gestum á viðburðum Onirisme Collectif er boðið að taka þátt í sameiginlegri upplifun á meðan þeir sofa, en þá fara listamenn á stjá og hafa með verkum sínum eða gjörningum bein áhrif á REM-fasa og þar með draum gestanna.
Hinn persónulegi draumur verður hluti af sameiginlegri upplifun.
Fyrsti Onirisme Collectif viðburðurinn átt sér stað í Galerie Planéte Rouge í París árið 2016. Síðan þá hafa verið átta uppákomur á vegum hópsins, m.a. í Cité de la science et de l’industrie á Safnanótt í París og á Paradise Air í Chiba, Japan.
Listrænn stjórnandi Onirisme Collectif er Mio Hanaoka. Þemað á níunda viðburðinum er jarðfræði.
Láttu þig dreyma með okkur á Hamraborg Festival.
Viðburðurinn er styrktur af Scandinavia-Japan Sasakawa sjóðnum og einnig af japanska sendiráðinu.