Ljóðræna, andhverfa, speglun
Dúplum dúó, skipað Björk Níelsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur, hefur komið fram víða á undanförnum árum við frábærar undirtektir en dúóið var stofnað árið 2017.
Á þessum tónleikum býður dúettinn upp á glænýja tónlist úr ólíkum áttum,en öll eru verkin samin fyrir hljóðheim Dúplum Dúó, rödd og víólu.
Hér heyrum við hinn undursamlega ljóðaflokk Schumann og Heine, Dichterliebe en í útfærslu og meðhöndlun Hauks Þórs Harðarsonar.
Eftir Elínu Gunnlaugsdóttur hljómar ný tónlist við Valsa úr síðustu siglingu, ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur.
Nýtt tónverk Kolbeins Bjarnasonar er innblásið af ratsjárstöðinni á Straumnesfjalli og bandarískum hermönnum og Morris Kliphuis semur við ljóð hinnar frönsku Sara Turquety.
Dúplum dúó var stofnað árið 2017 og leggur áherslur á nútímaljóðlist og nútímaflutning á ljóðasöng þar sem leitast er við að draga fram það hráa og viðkvæma í tónlistinni með túlkun sinni og hljóðfæraskipan.
Efnisskrá
Robert Schumann & Heinrich Heine
Dichterliebe
í útsetningu Hauks Þórs Harðarsonar
Elín Gunnlaugsdóttir / Linda Vilhjálmsdóttir
Valsar úr síðustu siglingu
Kolbeinn Bjarnason
Nýtt verk, innblásið af ratsjárstöðinni á Straumnesfjalli
Morris Kliphuis / Sara Turquety
Verk fyrir víólu og söngrödd