Matthias Engler er tónlistarmaður, listamaður, framleiðandi, sýningarstjóri og verkefnastjóri. Hann lærði klassískan slagverksleik við Conservatorium van Amsterdam og nútímakammertónlist við International Ensemble Modern Academy í Frankfurt. Árið 2004 stofnaði hann Ensemble Adapter í Berlín ásamt Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleikara. Hann starfar sem listrænn stjórnandi, framkvæmdastjóri og slagverksleikari hópsins. Sem hljóðfæraleikari spilar hann reglulega með ýsmum samleikshópum, þar á meðal Ensemble Modern, MusikFabrik, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Brandt Brauer Frick. Hann hefur unnið með leiðandi tónskóldum á sviði samtímatónlistar á borð við Pierre Boulez, Helmut Lachenmann, Maurizio Kagel og Steve Reich. Matthias Engler hefur meðal annars kennt við eftirtaldar stofnanir: Listaháskólann í Braunschweig (sviðslistir), Stanford og Harvard háskóla (tónsmíðar) og Listaháskóla Íslands (menningarstjórnun). Sérþekking hans á viðburðarstjórnun hefur leitt til aðkomu hans að Listahátíð í Reykjavík, Evrópsku kvikmyndaakademíunni og Norrænum músíkdögum. Listrænn áhugi hans hefur þróast frá hlutverki tónlistarflytjandans í gegnum árin. Í stað þess að útfæra hugmyndir annarra er áhersla hans á sjálfstæð og samvinnuverkefni á sviði samtímalistar – í formi tónsmíða, innsetninga og sviðsverka.
Nothing is Real (2023)
Gervigras, teketill, hátalari & ljós.
Hljóðverk, túlkun á tónsmíðum John Lennon (1966) og Alvin Lucier (1990).