APPELSÍNUR
Ég lærði aldrei að afhýða appelsínurnar mínar
mér var aldrei kennt það
þú gerðir það fyrir mig
Ég var vanur að horfa á þig frá eldhúsborðinu þegar þú afhýddir þær
skarst þær í sneiðar
og deildir þeim með öðrum
ég var aldrei hrifinn af eplum, né ferskjum, ekki einu sinni perum
bara appelsínum
þú varst sem appelsína lífs míns
þú afhýddir þykka húð þína
sýndi mér innra með þér
ljúfleika þinn og ást til mín
liturinn þinn var hlýr og aðlaðandi
ég afhýði mínar eigin appelsínur í dag
ÉG OG HÚN
með fjölskyldunni
um mosi vaxið hraunið
í mildu haustveðrinu.
Ég horfi á tunglið
speglast í vatninu,
og tunglið horfir til baka á mig.
Hún gengur ein
um myrkar húsarústirnar,
í hljóðlátu haustveðrinu.
Hún horfir á sama tunglið lýsa
upp staðinn þar sem áður stóð heimili.
Tunglið horfir huggandi til baka.
MJÖLL, FÖNN OG DRÍFA
Mjöll, Fönn og Drífa,
systur allar þrjár.
Hver og ein einn vetur,
En hver og ein sérstök.
Mjöll sem vakir yfir haustinu,
kemur oft óboðin.
Sturtar yfir alla,
bómullarhnoðrum eða golfkúlum.
Fönn sem kallar á sveinana þrettán hver jól,
en mætir ekki alltaf og hátíð verður rauð.
Hún er kát og spræk eins og enska orðið,
yfirgefur okkur í janúar og býður systur í heimsókn.
Drífa kemur snöggt og skyndilega,
hún ýtir þér út á tún með vinkonu vind.
Harkan endist að vori,
eftir það ertu laus.
Systurnar eru þrjár svo mikið er víst,
eru ekki allt árið en reyna það enn.
Einu dýrin sem sjá þær allt árið,
eru fuglarnir sem Jónas nefndi.
AÐ VERA ÉG
Að vera ég
er eins og að ferðast í gegnum óljósan skóg.
Ég er unglingur og það er undarleg blanda af skoðunum og tilfinningum sem mér fylgir.
Ég er enn að finna leiðina mína
en það er ekki alltaf einfalt.
Ég reyni að skoða heiminn með nýjum augum
og læra af öllu sem ég upplifi.
Ég er ekki alvöru þáttur, heldur er ég enn að mynda söguna mína,
og það er ágætt.
Ég er eins og teningur með nokkrar hliðar, þar sem hver hlið er annar persónuleiki.
Á einni hliðinni er ég ánægður með allt
en á annarri hliðinni get ég verið frekar afbrigðilegur.
Ég lít á framtíðina með hræðslu
en líka með spenningi
og ég vona að finni mína eigin leið til að blómstra í þessum nýja heimi sem er að verða ég.
Ég er einfaldlega unglingur og það er nóg fyrir mig.
BATMANN
Vöktunarnætur,
vörður bjarta þjóðar,
reiður ógnar.
Í myrkri nóttu,
skuggarnir dansa leik,
brotið burt úr gæfu.
Í fjarska skýin
riddarinn bíður
batnandi brotnar.
Í skuggaleik náttúrunnar dansar birtan sterk,
batnandi hjartað, vörður bjarta þjóðar,
riddarinn bíður í brotnu burt úr gæfuferli.
FUGLALJÓÐ
Fuglar sem tísta og fuglar sem öskra
Fuglar sem fljúga og fuglar sem labba
Fuglar sem synda og fuglar sem segja krakra
Fuglar litlir og stórir fuglar þykkir og mjóir
Allar tegundir og litir
Allir fuglar saman hér
Allar fjaðrir allir fuglar
Allir ungar og egg
Í ÖÐRUM HEIMI
í öðrum heimi fylgir kötturinn minn enn eftir mér og bragðið af kalda ísteinu situr enn á tungunni minni á heitum sumardegi
í öðrum heimi hvílir rúmið mitt enn í sama horninu, teikningarnar mínar eru enn hengdar upp á alla fleti á veggjunum mínum og gólfið mitt er stráð af leikföngum
í öðrum heimi fæ ég enn pabba til að bera mig í rúmið ef ég sofna í bílnum
í öðrum heimi bakar öll fjölskyldan mín enn piparkökur saman um jólin
í öðrum heimi er amma enn að kenna mér að synda
í öðrum heimi kyssir mamma enn á öll meiðslin mín
í öðrum heimi vakna ég enn á hverjum laugardagsmorgni til að horfa á teiknimyndir
í öðrum heimi hvíli ég enn í örmum móður minnar á meðan hún kennir mér að lesa, augnlok mín þung af þreytu
í öðrum heimi laumast ég enn inn í svefnherbergi foreldra minna á næturnar til að sofa á milli þeirra
í öðrum heimi er ég enn sex ára
SUMARIÐ
Sumarfríið, ferðirnar
Sólin skín um allan stað
Sundferðir og ístúrar
Lautarferðir, minningar
Strandirnar og garðarnir
Bústaðir og vinirnir
Litlu blómin, gamanið
Enginn skóli, saman við
ÚTI
Úti er kalt.
Sólin skín á frosið grasið.
Krakkar leika sér úti.
Trén hafa misst öll laufblöðin sín.
Jólin eru að koma.
Það rigndi í nótt.
Allir vatnsdroparnir eru orðnir að grýlukertum.
Margt hefur breyst úti.
En inni er þetta bara venjulegur skóladagur.
Kex | Tímalengd | Lýsing |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |