19.ágú 09:00 ~ 22.ágú 12:00

Menningarkrakkar

Menning í Kópavogi | Salurinn

Námskeiðið Menningarkrakkar fer fram dagana 19. – 22. ágúst frá 9 – 12. Myndlistarmennirnir Þór Sigurþórsson og Þuríður Sigurþórsdóttir munu hafa umsjón með námskeiðinu og leiða starfið. Bæði hafa þau mikla reynslu af listkennslu og skapandi vinnu með börnum.

Forvitni verður höfð að leiðarljósi í vettvangsferðum um menningarhúsin og nágrenni þeirra. Í listasmiðjum verður sköpunarkrafturinn leystur úr læðingi með spennandi efniviði, bleki, gifsi og fleiru.

Uppbókað er á námskeiðið.

Nánar um leiðbeinendurna:

Þór Sigurþórsson (f. 1977) lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann stundaði framhaldsnám við í Akademie der bildenden Künste í Vínarborg. Árið 2008 útskrifaðist hann með MFA í myndlist frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Hann hefur kennt við Myndlistarskólann í Reykjavík um árabil og kennt á fjölmörgum námskeiðum og í listsmiðjum, meðal annars hér í Kópavogi. 

Þuríður Rós Sigurþórsdóttir (f. 1975) hefur starfað við hönnun, myndlist og listkennslu frá því hún útskrifaðist frá Central St. Martins College of Art and Design árið 2000. Hún lauk einnig MFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2008. Þuríður hefur kennt hönnun og myndlist, sem kennari við Cottonwood í New York, sem stundakennari við Parsons School of Design í New York og á sumarnámskeiðum hérlendis.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

23
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
27
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
28
nóv
Salurinn
20:00

Friðarjól

29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

30
nóv
Menning í Kópavogi
01
des
Menning í Kópavogi

Sjá meira