Jólahúsið 2024

,,Við sjáum oft fólk stoppa hér fyrir utan og horfa, við bjóðum þeim alltaf að kíkja inn í garðinn. Við fögnum því sérstaklega þegar börnin koma, þau eru velkomin – bara muna að nota augun til að skoða.“  Segir Hildur Elfa Björnsdóttir en hún og eiginmaður hennar Helgi Hafsteinsson eru eigendur Digranesvegar 69 sem er jólahús Kópavogs 2024.

Hildur Elfa Björnsdóttir og Helgi Hafsteinsson, eigendur Jólahússins ásamt Elísabetu Berglindi Sveinsdóttur með barnabörnunum Alexander Atlas og Hrafney Aþenu Arnórsbörnum.

Opið var fyrir tilnefningar á vef bæjarins og komu fjöldi tilnefninga en Digranesvegur 69 átti þær þó langflestar. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, en ráðið sér um að velja húsið segir að það hafi eiginlega ekkert annað komið til greina, annars vegar vegna þess að Digranesvegurinn hafi fengið yfirgnæfandi fjölda tilnefninga og svo væri húsið bara svo æðislega jólalegt. „Ég kom með barnabörnin mín að skoða og þau voru alveg dolfallin yfir dýrðinni.“

Hildur, sem er stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla, segir þetta vera stór partur af jólunum og finna þau fyrir mátulegri pressu frá nágrönnum sínum og börnunum í skólanum til þess að halda þessari hefð við, en Hildur hefur boðið börnum í 1. til 4. bekk að kíkja í garðinn til sín á aðventunni. ,,Við erum svona fjóra daga að setja þetta upp“, segir Helgi en hann er rafvirki sem kemur heldur betur að góðum notum þegar svona ljósasýning er sett upp. Hann hefur ekki tölu á öllum þeim ljósum sem prýða lóðina og húsið enda skiptir ekki máli í hvaða átt maður snýr alls staðar eru ljós. ,,Við höfum verið dugleg að sanka þessu að okkur síðustu ár, við erum dugleg að nýta okkur útsölurnar í janúar og erum alltaf með augun opin“. Aðspurð hvað drífi þau áfram var því auðsvarað, ,,þetta er svo gaman“ segir Hildur og bætir Helgi við að það hafi líka verið kvöð þegar þau eignuðust húsið 2002 að það yrði alltaf að vera fallega skreytt um jólin.  

Kópavogsbær óskar þeim Hildi og Helga innilega til hamingju með útnefninguna og um leið er þeim þakkað að vera boðberar ljóssins á þessum dimmasta tíma ársins.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira